fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Kvartað formlega undan framkomu þjóðleikhússtjóra og aðgerðaleysi ráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) mun senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna hegðunar og framkomu Ara Matthíassonar, þjóðleikhússtjóra, sem kvartað hefur verið undan formlega á liðnum árum, til dæmis vegna samningsbrota, hegðunar og erfiðra samskipta. Fréttablaðið greinir frá.

Kvartanirnar hafa borist bæði Þjóðleikhúsráðinu sem og ráðherra menningarmála, vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við félagsmenn FÍL og var það niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag að senda bréfið þar sem kvartað er yfir aðgerðarleysinu yfir áðurnefndum kvörtunum.

Einnig er lagt til að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í saumana á samskiptum þjóðleikhússtjóra við félagsmenn FÍL.

Er staðan í Þjóðleikhúsinu sögð viðkvæm samkvæmt Fréttablaðinu, en leikarar funduðu á þriðjudag og er fundurinn sagður hafa verið tilfinningaríkur, þar sem sumir hefðu kannast við þær lýsingar sem hafðar voru um þjóðleikhússtjóra, en aðrir ekki.

Skömmu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf til Þjóðleikhúsráðs sem og þjóðleikhússtjóra, þar sem kvartanir á hendur honum höfðu verið teknar saman og bent á að eðlilegt væri að þær lægju til grundvallar þegar ákvörðun væri tekin um ráðningu nýs þjóðleikshússtjóra, en skipunartími Ara rennur út 1. janúar á næsta ári, en starfið hefur verið auglýst lögum samkvæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG