fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Ísland semur við Kína um háskólanám: „Verður til þess að auðvelda til muna nemendaskipti milli landanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 18:30

Frá fundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Chen Baosheng menntamálaráðherra Kína í Peking. Mynd-Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menntamálaráðherrar Íslands og Kína skrifuðu í fyrsta sinn undir samning um gagnkvæma viðurkenningu háskólanáms milli landanna. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Chen Baosheng menntamálaráðherra Kína áttu fund Peking í dag og ræddu þar meðal annars um aukið samstarf ríkjanna á sviði menntamála.

„Þessi samningur markar tímamót fyrir bæði íslenska og kínverska námsmenn. Samningurinn verður til þess að auðvelda til muna nemendaskipti milli landanna og ég bind vonir við að fleiri nemendur beggja ríkja skoði þá valkosti sem bjóðast í íslenskum og kínverskum háskólum,“

sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Kína hefur gert hliðstæða samninga við rúmlega 50 önnur ríki, þar á meðal við hin Norðurlöndin og hafa þeir stuðlað að auknu aðgengi og flæði milli háskólastofnana þeirra. Rúmlega 30 kínverskir námsmenn stunda nú nám á Íslandi en um 30 Íslendingar stunda nám í Kína á ári hverju. Íslenskir háskólar eiga þegar í margvíslegu samstarfi við kínverska háskóla og hefur Háskóli Íslands meðal annars gert samstarfssamninga um nemendaskipti við fimmtán háskóla í Kína.

Ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi tungumálasamstarfs og sóknarfæri í því samhengi. Íslenskukennsla hefur verið við Alþjóðaháskólann í Peking frá árinu 2006 og mikill áhugi og aðsókn er að námsleið í kínversku sem í boði er við Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni