fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Ísland gerir fiskveiðisamning við Rússland

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 15:00

S. Simakov og Jóhann Guðmundsson Mynd- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagana 7.-8. maí sl. var haldinn fundur í Moskvu í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands um fiskveiðisamning fyrir árið 2019, svokallaðan „Smugusamning“ sem í þessu tilviki snýst um þorskveiðar Íslands í rússneska hluta Barentshafsins. Samningar tókust milli þjóðanna, samkvæmt tilkynningu.

Samningurinn felur í sér að íslensk fiskiskip gefa veitt 6.592 tonn af þorski í rússneska hluta Barentshafsins 2019 auk allt að 1.978 tonna af öðrum tegundum, en þar af getur þó ýsuafli aldrei orðið meiri en 521 tonn. Jafnframt var samið um svokallaðan sölukvóta sem er um það bil þriðjungur af því magni sem nefnt var hér að framan.

Á móti fá rússnesk fiskiskip 1.500 tonn af makríl og 2.000 tonn af kolmunna frá Íslandi sem þau geta veitt á alþjóðlegu hafsvæði. Þessar aflaheimildir eru teknar af þeim heildarafla sem Ísland hefur ákveðið í þessum tveimur fisktegundum.

Formaður íslensku samninganefndarinnar var Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en formaður rússnesku sendinefndarinnar var S. Simakov, yfirmaður alþjóðamála hjá Sjávarútvegsstofnun Rússlands (Federal Russian Fisheries Agency).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni