fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Brynjar segir „fráleitt“ að fóstureyðingar snúist einungis um kvenfrelsi og vill setja þeim skilyrði

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 15:25

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fóstureyðing eftir 12. viku meðgöngu sé ekki einkamál konunnar og ætti því ekki að leyfa nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Hann segir að fóstur njóti ákveðinna réttinda:

„Löggjafinn er nokkuð afkastmikill þegar kemur að því að firra okkur sjálf allri ábyrgð og gengur svo langt að telja það sérstök frelsismál. Nýjasta í þeim efnum er frumvarp um þungunarrof. Samkvæmt frumvarpinu er það kvenfrelsismál að konan ein geti tekið ákvörðun um að eyða fóstrinu fram að 22 viku meðgöngu. Gleymist þá að fóstur njóta verndar í lögum og réttinda. Hef ég áður nefnt að fóstur nýtur refsiverndar í hegningarlögum og erfðarétt svo dæmi séu tekin. Því er fráleitt að líta svo á að fóstureyðing fram að 22 viku snúi eingöngu að frelsi kvenna og ákvörðunarrétti þeirra.“

Brynjar nefnir einnig að líta ætti til þeirra landa sem Ísland ber sig gjarnan saman við, þegar kemur að lögum um þungunarrof:

„Við þurfum að ræða þetta mál einnig út frá rétti fósturs og hvenær á meðgöngu getum við talað um fóstureyðingu og hvenær þungunarrof. Las grein eftir Ebbu Margréti Magnúsdóttur, formanni læknaráðs LSH, í Fréttablaðinu, þar sem fram kemur að fóstur séu að mestu fullmótuð eftir 12 viku og eftir það er fóstrið fyrst og fremst að vaxa og dafna. Færa má góð rök fyrir því að fóstureyðing eftir þann tíma sé ekki einkamál konunnar og ætti ekki leyfa nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig er staðan í flestum eða öllum þeim löndum sem við berum okkur gjarnan við. Tek því undir með Siðfræðistofnun HÍ að staldra við og fara ekki framúr sjálfum okkur og öllum öðrum.“

Þriðju umræðu lagafrumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verður framhaldið í dag á Alþingi og gengið til atkvæða. Mikill hiti hefur skapast í umræðum um málið, en gert er ráð fyrir samþykkt þess. Málið nýtur stuðnings Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata, en Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa talað gegn því.

Þrír ráðherrar hafa þó setið hjá í atkvæðagreiðslu þegar vísa átti málinu til 3. umræðu, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarsson og Lilja Alfreðsdóttir, en málið þykir umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hefur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýst því yfir að hann muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni