fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Björn Bjarna: „Í þessum orðum felst sama firring og í öllu öðru hjá Miðflokksmönnum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 16:30

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fundið var að því að setja ætti mál þriðja orkupakkans á dagskrá Alþingis á morgun. Fannst Miðflokknum óeðlilega skammur tími gefinn til að leggja fram minnihlutaálit, en Miðflokkurinn var eini flokkurinn sem greiddi gegn tillögunni á fundi utanríkismálanefndar í morgun.

Sjá nánar: Miðflokkurinn brjálaður eftir fund utanríkismálanefndar:„Óeðlilega skammur tími í jafn stóru máli“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir yfirlýsingu Miðflokksins „firru“ og bendir á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokksins, hafi ekki séð sér fært að taka þátt í nefndarstörfum utanríkismálanefndar í síðustu viku eða atkvæðagreiðslum um málið.

„ Í þessum orðum felst sama firring og í öllu öðru hjá Miðflokksmönnum. Allir sem setið hafa í stjórnum eða nefndum vita að varla er unnt að sýna slíkum hópum meira virðingarleysi en að sækja ekki fundi en koma síðan eftir að afgreiðslu máls er lokið í stjórninni eða nefndinni og láta eins og málið hefði átt að vinna á annan veg. Þá er það venja í þingnefndum að óski nefndarmaður eftir að einhver komi á fund nefndarinnar er orðið við þeirri ósk.

Núverandi forystumenn Miðflokksins hafa alla tíð sýnt efnislegum þáttum O3-málsins tómlæti. Í tíð Gunnars Braga sem utanríkisráðherra, 2013 til 2016, átti hann kost á að láta sækja fundi í sérfræðingahópum ESB og lagasetningarnefndum ESB og koma gagnrýnum sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess í stað átti hann aðild að flýtimeðferð á hluta O3 með samþykkt laga 28. maí 2015.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna

Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“