fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Þungunarrof í Silfrinu: Ólína með miklar áhyggjur af 22 vikna tímamörkunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. maí 2019 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þar sem hún þekki til innan Landspítalans sé starfsfólk hans afgerandi stuðningsmenn nýs frumvarps til laga um þungunarrof. „Ég horfi til þeirra sem hafa hjálpað fólki í gegnum þessa erfiðu tíma og þekkja vel til, til dæmis félagsráðgjafa og fæðingarlækna, þetta fólk er fylgjandi frumvarpinu. En það eru líka skiptar skoðanir innan Landspítalans um þetta,“ segir Anna Sigrún.

Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV. Anna Sigrún bætti því við að umræðan hefði verið nokkuð brött og ef til vill þyrfti að hægja á ferlinu og gefa sér lengri tíma í að ræða málið.

Ólína Þorvarðardóttir, fræðimaður, sagðist vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti kvenna um þungunarrof fram til 12. eða 16. viku. Hins vegar hafi hún miklar áhyggjur af 22 vikna tímamörkunum og segir að ekki megi normalísera þau. Ekki sé réttlætanlegt að eyða fóstri svo seint á meðgöngu án þess að það sé skilgreint sem undantekningartilvik.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, endurtók rök sín frá því í útvarpsþættinum Vikulokin í gær og sagðist vera á móti frumvarpinu af trúarlegum og siðferðilegum ástæðum. Hann sagðist vera á móti hugtakinu þungunarrof sem væri innleitt til að milda það sem raunverulega á sér stað, að lífi sé eytt. Þá sagðist hann vera mjög mótfallinn tímamörkunum upp að 22. viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni