fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands fundaði með Guðlaugi Þór

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 11. maí 2019 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, hittust í gær á fundi á Nesjavöllum en Fox er staddur í heimsókn hér á landi.

Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samskipti ríkjanna, stöðu mála þegar kemur að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og fyrirætlanir um framtíðarsamning Íslands og Bretlands að útgöngunni lokinni. Þá ræddu þeir einnig viðskiptatengsl við vinaþjóðir á borð við Bandaríkin, Kanada og Japan.

„Samband Bretlands og Íslands verður áfram sterkt óháð því hver niðurstaðan um Brexit verður. Við höfum þegar tryggt að núverandi tollkjör haldist ef Bretland gengur úr ESB án samnings og  hlökkum til að hefja viðræður um viðamikinn framtíðarsamning þegar þar að kemur,“ sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn.

„Á milli Bretlands og Íslands hefur um árabil verið góð vinátta en líka lífleg viðskipti enda erum við samherjar þegar kemur að frjálsri milliríkjaverslun. Við erum staðráðin í að styrkja enn frekar öflugt viðskiptasamband þegar Bretland gengur úr ESB,“ segir Liam Fox.

Hagsmunagæsla vegna Brexti er eitt viðamesta verkefni utanríkisþjónustunnar um þessar mundir. Í aldarfjórðung hafa samskipti Íslands og Bretlands byggst á EES-samningnum en svo verður ekki eftir að Bretland gengur úr ESB. Á grundvelli víðtækrar hagsmunagreiningar hefur Ísland náð samningum við Bretland sem tryggir kjarnahagsmuni um vöruviðskipti, búseturéttindi og loftferðamál, hvort sem Bretland gengur úr ESB með eða án samnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins