fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Sveinn Hjörtur ósáttur við Þórhildi Sunnu: Er faðir bara sæðisgjafi?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. maí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, markþjálfi og einn stofnenda Miðflokksins, er afar ósáttur við orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, í tengslum við umræðu um þungunarrofsfrumvarpið svonefnda, sem er til umræðu á Alþingi en atkvæðagreiðslu um það hefur verið frestað til næstu viku. Frumvarpið er mjög umdeilt, sérstaklega þar sem það gerir ráð fyrir möguleika á þungunarrofi í 22. viku meðgöngu.

Tekist var á um málið í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun, eins og DV greindi frá.

Sveini Hirti mislíkaði orð Þórhildar Sunnu í þættinum og skrifaði eftirfarandi pistil:

Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sagði þingmaðurinn og formaður þingflokks Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vegna umræðu um frumvarp alþingis um hið svokallaða Þungunarrof (fóstureyðingu), að feðrum – sæðisgjafa – komi ekki þungun konu við – „hafi engan ákvörðunarrétt!“

Þá er það staðfest!!

Ég velti því fyrir mér með stöðu feðra, það að verða faðir – pabbi. Mér þykir þingkonan tala skýrt um skoðun sína sem ég er ekki sammála um og í raun þarf alþingi að ákveða hvernig á skilgreina karlmann – sem föður barns, eða bara sem sæðisgjafa sem með heppni fær að kallast faðir – pabbi!

*Heyra má viðtalið hér að neðan og hefst þessi staðfesting á tíma 34:20 

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/vikulokin/23792?ep=7hvh17

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni