fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Styrmir er mjög ósáttur: „Dettur einhverjum í hug að íslenska þjóðin láti hóta sér með þessum hætti“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. maí 2019 09:01

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er langt gengið, þegar íslenzka utanríkisráðuneytið kallar eftir hótunum erlendis frá um hvað kunni að gerast hafni Alþingi orkupakka 3. Hér skal fullyrt að frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi hefur slíkt aldrei gerzt fyrr.“

Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í færslu á bloggsíðu sinni. Tilefnið er greinargerð sem Carl Baudenbacher, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn, vann fyrir utanríkisráðuneytið vegna þriðja orkupakkans. Nokkuð var fjallað um greinargerðina í fjölmiðlum í gær en í henni er Ísland varað við því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans.

Styrmir er ósáttur með þetta og spyr hverra hagsmuna sé verið að gæta með vinnubrögðum sem þessum.

„Það verður fróðlegt að sjá, hvort einhverjir þingmenn á Alþingi Íslendinga sjái ástæðu til að gera athugasemd við vinnubrögð af þessu tagi,“ segir Styrmir sem einnig spyr hvort einhverjum detti í hug að slíkt „pantað álit“ hafi sagt eitthvað annað.

„Dettur einhverjum í hug, að hægt sé að fá „hlutlaust“ álit frá þeim aðila, sem um ræðir?! Og dettur einhverjum í hug að íslenzka þjóðin láti hóta sér meðþessum hætti? Þetta var mjög misráðin aðgerð, svo ekki sé meira sagt,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni