fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Halldóra Gyða ráðin sem framkvæmdastjóri Samstarfsnetsins

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 16:30

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Samstarfsnetsins sem er ný rekstrareining innan velferðarsviðs. Tillaga um stofnun netsins var samþykkt í borgarstjórn þann 5. mars síðastliðinn en hlutverk þess er að veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra framúrskarandi stuðningsþjónustu.

Halldóra Gyða er viðskiptafræðingur með mastersgráður annarsvegar í stjórnun og stefnumótun og hinsvegar í fjármálum fyrirtækja. Hún hefur meðal annars starfað sem rekstrarstjóri hjá Kynnisferðum, útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ, framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa, gæða- og kynningarstjóri Íslenskra sjávarafurða auk þess að vera Dale Carnegie þjálfari og stundakennari í Opna Háskólanum í Reykjavík.

Um 1.100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs. Persónuleg ráðgjöf, liðveisla, tilsjón og stuðningsfjölskyldur eru meðal verkefnanna auk námskeiða fyrir börn og foreldra. Samstarfsnetið nær til 190 starfsmanna í 48 stöðugildum og er lögð áhersla á að auka hlutfall fastráðinna og fagmenntaðra starfsmanna í fullu starfi. Markmiðin eru að þróa og auka fjölbreytni í þjónustuframboði, einfalda umsóknarferla með rafrænum lausnum og setja gæða- og árangursviðmið með þjónustunni. Áætlað er að tilflutningi starfsmanna verði lokið eigi síðar en í byrjun árs 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni