fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Halldór Auðar skýtur fast á Sjálfstæðismenn: „Skussar sem kunna ekki að reka sveitarfélag“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, skýtur á Facebook nokkuð fast á Sjálfstæðismenn og bendir á að Seltjarnarnesbær, þar sem þeir hafa ráðið undanfarna áratugi, sé rekinn með miklum halla.

„Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar var samþykktur á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. Þó er hann ekki kominn á netið og engin fréttatilkynning hefur verið send út um hann eins og venja er. Í fundargerð má samt sem áður sjá að rekstrarniðurstaða ársins 2018 er halli upp á 264 milljónir sem er veruleg „bæting“ frá árinu 2017 þar sem hallinn var 99 milljónir. Á meðan er Reykjavíkurborg rekin með ágætum afgangi árin 2016 – 2018,“ skrifar Halldór Auðar.

Hann segir að þrátt fyrir lægri útgjöld til velferðamála sé sveitarfélagið rekið með svo miklum halla. „Hingað til hafa Sjálfstæðismenn haldið þvi á lofti að Seltjarnarnesbær sé eitt dæmi um sveitarfélag þar sem hægt er að hafa útsvar undir hámarki, slíkt eigi því ekki að vera neitt mál í Reykjavík. Þar hefur hingað til verið horft framhjá því að Seltjarnarnesbær er með mun lægri útgjöld til velferðarmála en Reykjavíkurborg, sem ber þar höfuð og herðar yfir nágrannasveitarfélögin. Mishátt reyndar, en Seltjarnarnesbær er alveg í lægri kantinum,“ segir Halldór Auðar.

Hann bætir við einungis tveir valkostir séu til að skýra þetta. „Nú er hins vegar svo komið að þrátt fyrir þetta er ekki lengur hægt að reka sveitarfélagið í plús með núverandi tekjum. Ályktunin sem hægt er að draga af því er sú að tal sveitarfélaganna um að þeim sé of þröngur stakkur sniðinn á fullan rétt á sér. Öllum fulltrúum allra sveitarfélaga, hvar sem þeir standa í flokki, væri hollast að viðurkenna þetta. Annað hvort það, eða þá að fulltrúar flokksins á Seltjarnarnesi séu skussar sem kunna ekki að reka sveitarfélag. Hvort er það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni