fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Creditinfo svarar gagnrýni – „Rétt að miða skráningu vanskila við höfuðstól“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Creditinfo hefur brugðist við gagnrýni Neytendasamtakanna, sem greint var frá fyrr í dag, um skráningu skuldara smálána á vanskilaskrá. Samkvæmt tilkynningu frá Creditinfo mun fyrirtækið nú skerpa á ferlun varðandi skráningu á vanskilum lána til að tryggja réttmæti skráninga.

„Í ljósi vafa um lögmæti kostnaðar af tilteknum tegundum lána og sérstaklega þá fyrirætlan ráðherra að leggja fram frumvarp sem mun taka á þessum vanda telur Creditinfo rétt að miða skráningu vanskila við höfuðstól þeirra lána sem bera kostnað umfram lögbundið hámark samkvæmt lögum um neytendalán.“

Í tilkynningu segir að það sé mikilvæg að eftirlitsaðilar og stjórnvöld séu vakandi og bregðist  hratt við ef aðilar á markaði eru ekki að fylgja lögum og reglum í landinu. Lánafyrirtæki fylgi almenn lögum um neytendalán.

„Creditinfo fagnar því að skýrt verði kveðið á um aðgerðir gegn lánastarfsemi sem brýtur á ákvæðum laga um hámarkskostnað við lántöku. Creditinfo mun að sjálfsögðu framfylgja ákvörðunum stjórnvalda í þessum málum og sjá til þess að okkur berist réttmætar upplýsingar varðandi skráningar á vanskilaskrá því hlutverk hennar er að styðja við ábyrga lánastarfsemi í landinu. Í ljósi þessa þá er brýnt að stór-efla fræðslu til neytenda varðandi lán og kostnað sem hlýst af þeim,“ segir Sigríður Laufey Jónsdóttir lögfræðingur Creditinfo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni