fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kolbrún er innilega ósammála Davíð: Hefur einhver séð forstjóra gera þetta?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. maí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, í leiðara sínum í dag.

Þar skrifar Kolbrún um samgöngumál í Reykjavík og er óhætt að segja að leiðari hennar og leiðari Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð Oddsson heldur að líkindum á penna, kallist á.

Sjá einnig: Davíð: Ökumenn mæta afgangi í Reykjavík – Bilun að leggja hjólahraðbraut

Strætisvagnar og hjólahraðbrautir

Í leiðara sínum sagði Davíð að samgöngur í Reykjavík væru í miklum ólestri og lét að því liggja að bíleigendur í Reykjavík væru látnir mæta afgangi. Reynt sé að vinna gegn því að almenningur fari ferða sinna á bílum og peningar sem ættu að fara í vegabætur í borginni færu í önnur misgáfuleg átaksverkefni, eins og að auka notkun strætisvagna. Sú tilraun hafi mistekist hrapallega og hlutfall þeirra sem nú nota strætó sé það sama og þegar átakið hófst. Steininn virðist hafa tekið úr þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, viðraði þá hugmynd sína að bæta svokölluðum hjólahraðbrautum við hjólastígakerfi borgarinnar.

„Væri ekki nær að einbeita sér að því að koma umferðarmannvirkjum fyrir langsamlega algengasta ferðamátann í lag, áður en farið er að leggja hraðbrautir fyrir fámennan hóp ofurhjólreiðamanna?,“ sagði í leiðara Morgunblaðsins.

Mæðulegt andvarp

Þessu virðist Kolbrún vera hjartanlega ósammála og hvetur hún raunar íbúa borgarinnar til að hreyfa sig meira og fara oftar í strætó. Kolbrún nefnir kosti göngugatna í þessu samhengi; þær séu nauðsynlegur þáttur í að skapa aðlaðandi miðbæ.

„Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni,“ segir Kolbrún og bendir á að í miðborginni séu vel yfir þúsund stæði í bílastæðahúsum.

Viðhorf sem einkennist af snobbi

Kolbrún segir að bíleigendur verði að sætta sig við þann raunveruleika að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en ekki alls staðar. „Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó,“ segir Kolbrún og bætir við að allir hafi gott af því að fara í strætó. Strætó sé betri kostur en margir ætla.

„Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó?,“ spyr Kolbrún og bætir við að ráðamenn þjóðarinnar ættu að gera allt sem þeir geta til að breyta þessu viðhorfi.

„Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki