fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Enski boltinn meiri ógn en orkupakkinn?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. maí 2019 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skimun á Facebook síðustu daga hefur leitt til athyglisverðrar niðurstöðu.

Gríðarlegur fjöldi Íslendinga hefur varla neinn áhuga á öðru en því hvernig enskum fótboltaliðum reiðir af.

Þessi fótboltalið eru reyndar svo alþjóðavædd að þau eru í eigu auðkýfinga sem koma héðan og þaðan að úr heiminum.

Leikmennirnir eru ekki innfæddir nema í undantekningartilvikum, heldur koma þeir úr öllum deildum jarðar.

Það sama gildir um þjálfarana.

Þetta er hnattvæðingin í hnotskurn.

Áhuginn á þessu er svo mikill að hægt er að segja að samskiptamiðlar hafi  náð vissri mettun undanfarna daga.

Það er líka ljóst af úrslitum leikja að þetta á eftir að halda áfram. Ensku knattspyrnuliðin verða okkar ær og kýr fram á sumar.

Ekki er bara svo að orkupakki 3 falli í skuggann á þessu – heldur má jafnvel spyrja hvort þetta sé meiri ógn við sjálfstæði þjóðarinnar (að minnsta kosti hið andlega) en téður orkupakki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni