fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Davíð: Ökumenn mæta afgangi í Reykjavík – Bilun að leggja hjólahraðbraut

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. maí 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samgöngur í Reykjavík eru í miklum ólestri og hafa verið um árabil. Þetta stafar einkum af því að borgaryfirvöld hafa brugðist við aukinni umferð með því að þrengja götur og hafna hugmyndum sem greitt gætu umferð,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Líklegt má telja að þar haldi Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, á penna en hluti leiðarans er helgaður samgöngumálum í Reykjavík sem, að sumra mati, hafa verið í miklum ólestri.

Hjólreiðaátakið Hjólað í vinnuna var sett í gær en í setningarávarpinu sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, að í framtíðinni sæi hann fyrir sér hjólahraðbrautir fyrir hjólreiðafólk sem vill komast á milli staða á skilvirkari hátt en áður.

Leiðarahöfundi Morgunblaðsins hugnast þessi hugmynd ekki og segir hann að nær væri að koma umferðarmannvirkjum borgarinnar í eðlilegt horf, enda langsamlega algengasti ferðamátinn.

„Reynt er að vinna gegn því að almenningur fari ferða sinna á eigin bílum en ýtt undir það með öllum ráðum, meðal annars framlagi ríkisins sem ella færi í vegabætur í borginni, að auka notkun strætisvagna. Árangurinn af þessu hefur ekki verið neinn. Hlutfall þeirra sem nýta strætó nú og þegar átakið mikla hófst er óbreytt. Það ber vott um jafnvel minni áhuga á almenningssamgöngum en mestu efasemdamenn gátu ætlað,“ segir í leiðaranum og því bætt við að borgaryfirvöld ætli að halda áfram á sömu braut, meðal annars með borgarlínunni sem höfundur segir að sé ekkert nema „ofvaxið og rándýrt“ strætisvagnakerfi.

„En þetta er ekki allt. Á sama tíma og borgaryfirvöld vanrækja gatnagerð setur borgarstjóri fram þá hugmynd að bæta hjólahraðbrautum við hjólastígakerfi borgarinnar. Væri ekki nær að einbeita sér að því að koma umferðarmannvirkjum fyrir langsamlega algengasta ferðamátann í lag, áður en farið er að leggja hraðbrautir fyrir fámennan hóp ofurhjólreiðamanna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins