fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg fær yfir 400 milljónir til að rannsóka populisma í Evrópu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. maí 2019 16:30

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg ásamt samstarfsaðilum hlaut nýlega rúmlega 400 milljóna króna styrk til þriggja ára úr Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Styrkurinn er veittur til verkefnisins PaCE (Populism and Civic Engagement) sem miðar að því að greina tegundir og forsendur populisma og hvernig bæta megi gæði og framkvæmd lýðræðis til að sporna við uppgangi populisma í Evrópu.

Verkefninu var hleypt af stokkunum í febrúar og er samstarfsverkefni níu evrópskra stofnana og fyrirtækja. Samstarfsaðilar eru Manchester Metropolitan University, Technische Universitat Dresden, Paris Lodron Universtitat Salzburg, Centre for Liberal Strategies Foundation í Búlgaríu, Trilateral Research á Írlandi, Íbúar ses og The Democratic Society í Brussel, samkvæmt tilkynningu.

Verkefnið

Um alla Evrópu hafa sprottið upp pólitískar hreyfingar sem gagnrýna frjálslynt lýðræði og fjölmenningu og mála svarta mynd af slíkri samfélagsgerð og kalla hana gæluverkefni forréttindahópa sem gangi ekki raunverulegra hagsmuna almennra borgara  Slíkar hreyfingar eru af ýmsum toga og sumar þeirra endurspegla lögmætar áhyggjur almennings af auknum ójöfnuði og áskorunum sem tengjast  innflytjendamálum. Aðrar hreyfingar eru skaðlegri og ala á tortryggni að því er virðist með það eitt að markmiði að sundra einingu og samkennd samfélaga. Áhrifa þessa gætir í Bretlandi og í Bandaríkjunum en einnig í Tyrklandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar.

Á Íslandi varð til fjöldahreyfing  (búsáhaldabyltingin) sem bar sum einkenni populisma en sem Íslendingar virkjuðu sem verkfæri til stjórnarskipta í átt að meiri frjálsræði, betra lýðræði, breytingum á stjórnarskrá og væntum ábyrgðum stjórnmálastéttar.

PaCE verkefnið miðar að því að sporna gegn neikvæðum birtingarmyndum og áhrifum populisma, byggja á því sem læra má af jákvæðum dæmum og með því taka þátt í að byggja upp sterkari lýðræðislegan grundvöll fyrir borgara og stofnanir Evrópu. PaCE mun greina tegund, vöxt og afleiðingar evrópskra populistahreyfinga, bakgrunn þeirra, einkenni og samhengi og tengdar áskoranir við frjálslynt lýðræði í Evrópu. Þá mun PaCE þróa verkfæri og leiðir til að mæta áskorunum og gagnrýni á grundvelli samráðs, skilnings, rökræðu og gagnrýnnar hugsunar. Dr. Magnús Yngvi Jósefsson og Dr. Roxana Elena Cziker sem bæði starfa á skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar leiða verkefnið fyrir hönd Reykjavíkur.

Um H2020 rannsóknar og nýsköpunaráætlun ESB

Tilgangur Horizon 2020 er að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun með það að markmiði að efla hagvöxt í Evrópu, takast á við áskoranir og virkja Evrópskt hugvit til lausna þeirra[1]. Reykjavíkurborg hefur síðan 2017 verið þátttakandi í H2020 og tilheyrir nú samfélagi framsækinna evrópskra borga sem hafa sett alþjóðlegt samstarf, rannsóknir og nýsköpun í forgang og þar sem ESB gegnir lykilhlutverki sem styrktaraðili slíkra verkefna. Sú vinna auðgar stefnur og starfsemi borgarinnar og styður við sjálfbærni rannsókna, þróunar og nýsköpunar í Reykjavík sem í leiðinni skapar áhugaverð störf sem laða að verðmætt vinnafl og eykur þar með félagsauð á Íslandi samfélaginu öllu til hagsbóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki