fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Össur bendir á U-beygju Jóns Baldvins: „Margt skrítið í vestfirska kýrhausnum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, skrifar um þriðja orkupakkann á Facebook síðu sína, hvar hann bendir á að Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, hafi barist hart fyrir lagningu sæstrengs til Skotlands, en Jón Baldvin er nú einn helsti andstæðingur þriðja orkupakkans:

„Sjálfur hef ég afar vonda fortíð í þessu máli. Þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn á sínum tíma, marghrakinn flóttamaður úr Alþýðubandalagi Ólafs Ragnars og Svavars sem þar eyddu öllum tíma sínum og annarra flokksmanna í innbyrðis slagsmál, þá gekk ég í náðarfaðm Jóns Baldvins og Sighvatar. Þá var eitt helsta kosningamál Alþýðuflokksins í atvinnumálum að leggja sæstreng til Skotlands og hefja útflutning á raforku. Þessi stefna var klöstruð upp í iðnaðarráðuneytinu sem flokkurinn réði þá. Ég var var óðara munstraður í að skrifa greinar um rafstreng til útlanda, og halda um það ræður sem upphitari á fundum með Jóni Baldvin Nú telur Jón Baldvin að sæstrengur til útlanda stappi landráðum næst. En hugmyndin um hann var á sínum tíma unnin, þróuð og kynnt í boði þessa sama fyrrum leiðtoga lífs míns. Það er margt skrítið í vestfirska kýrhausnum…..“

Össur segir einnig að umræðan um orkupakkann sé í slæmum farvegi:

„Helstu rök andstæðinga orkupakkaræfilsins eru einkum að samþykkt hans feli í sér afsal fullveldis til yfirþjóðlegs valds. Sömuleiðis er staðhæft að hún leiði til að Íslendingar muni tapa yfirráðum yfir orkuauðlindinni. – Látum liggja milli hluta hvort þetta er rétt eða rangt. – Hin dulda fegurð í stöðunni felst í að auðvelt er að tryggja að hvorugt gerist. Það þarf ekki nema taka upp í stjórnarskrána sérstakt ákvæði um sameign þjóðarinnar á öllum auðlindum – og málið er dautt! Hversvegna förum við ekki þessa leið í staðinn fyrir að hálfdrepa hvert annað með egghvössum hnífilyrðum í hvert sinn sem málið ber á góma?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki