fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Gamaldags verslunargötur í Amsterdam – vísa kannski veginn til framtíðar

Egill Helgason
Laugardaginn 4. maí 2019 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ótrúleg upplifun að ganga um Amsterdam. Jú, fólk er upp til hópa á reiðhjólum og maður þarf að vara sig á þeim. Hjólin eru til daglegs brúks, þau eru ekki merkjavara og hjólreiðafólkið er ekki í sérstökum búningum heldur situr það bara í hnakknum í sínum venjulegu fötum og fæstir eru með hjálma.

Og nú er tilkynnt að árið 2021. eftir níu ár, verði blílar sem ganga fyrir bensíni og díselolíu bannaðir í Amsterdam og hið sama á að gilda um vélhjól.

Ég kom til Amsterdam í fyrra eftir að hafa ekki farið þangað í marga áratugi. Gekk um borgina þvera og endilanga og það sem kom mér mest á óvart þegar maður var kominn af mestu túristaslóðunum voru götur þar sem var venjuleg verslunarstarfsemi, eins og hún var hér áður fyrr, þegar maður var að alast upp.

Götur þar er búð við búð, rakarastofur og raftækjaverslanir,  búðir með tölur og vefnaðarvarning, blóm og skrúfur, mat og te og krydd– gata eftir götu af venjulegum búðum, ekkert sérlega stórum, fyrir sjálfa íbúa borgarinnar. Rétt eins og borgir voru hugsaðar áður en bíllinn setti allt í uppnám. Við skulum athuga að það er tiltölulega nýleg þróun – fyrir fáum áratugum var bílaeign miklu minni en hún er nú.

Svona verslanagötur  eru löngu horfnar í Reykjavík – þéttleiki byggðarinnar býður ekki upp á starfsemi af þessu tagi. Við fórum þá leið að setja upp verslunarkjarna til hliðar við byggðina, þangað sem er illt að komast nema á bíl.

Ég bý í Miðborginni. Til að þjónusta hana og Vesturbæinn var reist verslanahverfi á uppfyllingum úti á Granda. Það voru byggðar stórar og ógnarlega ljótar skemmur undir starfsemina, ótútleg stálgrindahús. Og þangað fer maður á bíl til að færa varninginn heim.

Þetta er þróun sem er erfitt að snúa við. Skipulagsákvarðanir verða inngrónar í tilveru fólks þangað til þær eru orðnar að lífsstíl sem við getum varla ímyndað okkur að breytist. Þær fara að virka eins og lögmál. En allt eru þetta samt mannanna verk. Reykjavík fyrir fimmtíu árum var allt öðruvísi. Þá var engin Kringla eða Smáralind eða verslanaskemmur á uppfyllingum. Samt leið fólki bærilega – leið ekki skort.

En við verðum samt að vinda ofan af þessu ef ekki á illa að fara. Við erum að tortíma heiminum með neysluvenjum okkar. Nú í vikunni lýsti breska þingið yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Þetta þvingar reyndar ekki fram neinar aðgerðir, ekki enn sem komið er, en hlýtur þó að teljast tímanna tákn.

Maður fer til Amsterdam og upplifir líkt og gamlan tíma í verslun, áður en græðgislegar verslunarkringlurnar bólgnuðu út, neyslan fór úr böndunum og skammtarnir stækkuðu úr hömlu. En kannski er þarna líka framtíðin – afturhvarf til einfaldari lífshátta þar sem er meiri nærvera. Andlega séð höfum við örugglega mjög gott af því líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill og Óli Valur

Simmi Vill og Óli Valur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir inngripið grafalvarlegt mál: „Formaður VR hlýtur nú að bjóða sig fram til setu í stjórn“

Segir inngripið grafalvarlegt mál: „Formaður VR hlýtur nú að bjóða sig fram til setu í stjórn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nefnir sex ástæður fyrir því að Gylfi eigi ekki að verða næsti seðlabankastjóri – „Skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum“

Nefnir sex ástæður fyrir því að Gylfi eigi ekki að verða næsti seðlabankastjóri – „Skiptir máli hér sem fyrr að eiga vini á réttum stöðum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga er Reykvíkingur ársins 2019

Helga er Reykvíkingur ársins 2019
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?