fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Manninn sem skorti fyrirhyggju fyrir sumarfríið

Egill Helgason
Mánudaginn 29. apríl 2019 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki einn af forsjála fólkinu. Mér er til dæmis lífsins ómögulegt að skipuleggja langt fram í tímann. Til dæmis kaupi ég yfirleitt flugmiða of seint – þegar miðarnir á góða verðinu eru uppseldir.

Ég á vini í Ameríku sem gangast upp í að vera sniðugir ferðmenn. Þau eru sífellt að pæla í ferðapunktum og nota þá á frábærlega snjallan hátt, bóka flug og hótel helst ár fram í tímann – vita yfirleitt alltaf hvar þau verða að ári eða jafnvel eftir tvö til þrjú ár.

Mín tilfinning fyrir tilverunni er að hún sé alltof ótrygg til að plana svona. Það er reyndar bölvuð vitleysa, því ég er frekar vanafastur maður og ætti alveg að geta skipulagt líf mitt af meiri nákvæmni. Þannig gæti ég sparað bæði fjárútlát, basl og óþægindi.

Nú er ég enn einu sinni farinn að sjá að ég hef hegðað mér eins og afglapi. Af hverju keypti ég ekki flugmiðana í ferðir sumarsins áður en WOW fór á hausinn? Ég hummaði þetta fram af mér, hugsaði mitt,  en þegar ég fór loksins að skoða í gær sá ég að flugmiðaverðið hafði rokið upp. Það er miklu hærra en í fyrra. Og þá er ekki bara um að ræða framandi áfangastaði, heldur líka flug fá Keflavík til borga eins og London og Kaupmannahöfn. Þetta á líka við um lágfargjaldaflugfélagið Easy Jet – þar hefur verðið rokið upp.

Kannski voru allir fyrirhyggjusamir og eru búnir að bóka miðana í sumarfríið – en samt sýnist manni hætt við að verði einhver samdráttur í utanlandsferðum landans á næstu misserum.

Kjarninn skýrir frá því að verðbólga mælist nú 3,3 prósent og vegi þar þungt 20,6 prósenta hækkun á flugfargjöldum milli mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innlend netverslun í miklum vexti

Innlend netverslun í miklum vexti