fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Össur: „Löngu liðið patríarkaveldi fjórflokksins“

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. apríl 2019 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi auglýsing frá samtökunum Orkunni okkar hefur vakið nokkra athygli. Þarna er samankominn hópur af stjórnmálamönnum sem eiga ekki margt sameiginlegt – fyrir utan að hafa verið lengi í pólitík, sumir haft mikil völd á sínum tíma, og að vera orðnir nokkuð aldurhnignir.

En þeir hafa yfirleitt ekki verið sammála um margt. Þetta eru eins og segir níu ráðherrar fyrrverandi úr sex þingflokkum. Það eru Sjálfstæðismennirnir Davíð Oddsson og Tómas Ingi Olrich, Framsóknarmennirnir Guðni Ágústsson og Páll Pétursson, Alþýðubandalags/VG-ararnir Hjörleifur Guttormsson, Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson, Alþýðuflokksmennirnir Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson.

Aldursforsetinn er Hjörleifur Guttormsson, hann er 83 ára, en yngstur er Ögmundur Jónasson, nýorðinn 70 ára.

Össur Skarphéðinsson (65 ára)  sendir gömlu félögum sínum úr pólítíkinni skeyti á Facebook í dag, segir þar meðal annars:

Styrmir á raunar lof skilið fyrir að hafa tekist að draga á flot með sér allnokkra jafnaldra sína úr löngu liðnu patríarkaveldi fjórflokksins. Sjálfur kallaði hann slíka meðreiðarsveina “nytsama sakleysingja” þegar kommarnir plötuðu þá upp á vagn sinn í gamla daga – og uppúr skónum um leið. Litlu skiptir hins vegar úr hvaða átt “sakleysingjar “ Styrmis koma í dag. Leiðangrinum er fyrst og fremst stefnt gegn EES…..

Líkast til er það heimtufrekja að ætlast til að menn skilji hvenær þeir eru komnir framyfir síðasta söludag í pólitík, og leyfi öðrum að spreyta sig á því að stýra samfélaginu. Sjálfur er ég löngu runninn út á tíma og freistast sem betur fer aldrei til að tjá mig um stjórnmál nema á örmiðli þessum.

Annars má segja að einn stjórnmálamann af eldri kynslóð vanti í þennan hóp. Hann er næstum áberandi vegna fjarveru sinnar. Hann gengdi reyndar mun tignarlegri stöðu en hinir og fer sem slíkur í sögubækurnar, stígur kannski ekki niður af hvaða tækifæri sem er.. En Ólafur Ragnar Grímsson kemur reyndar úr dálítið annarri átt í orkupakkamálinu. Ólafur Ragnar var á sínum tíma áhugasamur um lagningu sæstrengs til Bretlands og talaði á fundum þar sem um hann var fjallað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík

Breyttir neysluhættir – hefðbundin verslun er alls staðar í kreppu og á sama tíma er byggt gríðarlega mikið af verslunarhúsnæði í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stóra póstnúmeramálið

Stóra póstnúmeramálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö

Umhverfisstofnun vill friðlýsa Dranga á Ströndum – Tilraun tvö
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag

Jákvæðar niðurstöður úr tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar – Meiri ánægja, minna álag