fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Yfirgnæfandi meirihluti á þingi fyrir orkupakkanum

Egill Helgason
Föstudaginn 26. apríl 2019 22:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt andstaðan við orkupakkann þriðja sé býsna hávær og nái út í afkima internetsins er varla hægt að segja að þetta sé fjöldahreyfing – að minnsta kosti ekki ennþá. Vinur minn einn, sem er tortrygginn gagnvart orkupakkanum, sagði að hann hefði reynt að koma af stað umræðum um hann í heitum pottum í þremur sundlaugum en ekkert orðið ágengt. Enginn tók undir. Þetta eru mestanpart sömu andlitin sem koma fram og tala gegn pakkanum, að miklu leyti gamalkunnir stjórnmálamenn, það hefur ekki komið til neinna fjöldamótmæla og það eru engir stórir undirskriftalistar í gangi. Að því leyti er þetta býsna ólíkt Icesave sem sumir vilja bera þetta saman við. Þar tókst að virkja mikla grasrót.

Þetta kann auðvitað að breytast, en maður horfir líka til þess hvernig staðan er innan stjórnmálaflokkanna og á þingi. Vissulega veldur orkupakkinn nokkrum óþægindum í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn – maður heyrir minna af óánægju innan VG. En forystusveitir þessara flokka og þingmenn þeirra standa saman – þá samstöðu hefur enginn rofið og ekkert bendir til þess að svo verði. Meðan staðan er þannig og stjórnarliðið fer ekki á taugum eru engin merki um annað en að orkupakkinn fari í gegnum þingið.

Það skiptir líka málið að megnið af stjórnarandstöðunni mun greiða atkvæði með orkupakkanum. Það á við um Samfylkinguna, Viðreisn og Píratar. Allir þessir flokkar eru evrópusinnaðir. Á móti eru einungis Miðflokkurinn og Flokkur fólksins – sem vissulega geta gert sér mat úr andstöðunni og aukið fylgi sitt, sérstaklega Miðflokkurinn. Það veldur auðvitað nokkrum titringi innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks – óánægjufylgi þaðan leitar til Miðflokksins.

En við erum líklega að tala um 11 þingmenn sem eru á móti orkupakkanum og 52 sem eru fylgjandi. Það er dálítið stórt bil.

Þess má geta að þegar orkupakki 3 var samþykktur í norska þinginu í mars 2018 greiddi Verkamannaflokkurinn atkvæði með flokkunum sem skipa hægri stjórnina sem þar ræður ríkjum, Hægri og Framfaraflokknum.  Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði að reynt væri að nota orkupakkann  til að ýta Norðmönnum út úr EES samningnum.

Að lokum var mikill meirihluti fyrir honum á norska þinginu. Á móti voru Kristilegi þjóðarflokkurinn, Miðflokkurinn sem byggir mikið á fylgi til sveita og Sósíalíski vinstriflokkurinn – sem eitt sinn var raunar talinn systurflokkur VG. Það má svosem geta þess að VG hafði mjög horn í síðu orkupakkans áður en flokkurinn fór í ríkisstjórn, en almennt má segja að línurnar hafi verið svipaðar í Noregi og þær eru hér. Orkupakkinn hefur reyndar miklu meiri áhrif í Noregi en á Íslandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur