fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Um „lifandi réttarframkvæmd“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 10:28

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Að und­an­förnu hafa gengið dóm­ar við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu sem hafa orðið til­efni til umræðna hér á landi um þýðingu þess­ara dóma fyr­ir ís­lensk­an inn­an­lands­rétt. Virðast þá sum­ir telja að slík­ir dóm­ar dugi til þess að gera ís­lensk­um dóm­stól­um skylt að breyta laga­fram­kvæmd hér inn­an­lands án þess að meira komi til.

Á þessi sjón­ar­mið er ekki unnt að fall­ast. Í for­send­um dóms Hæsta­rétt­ar 22. sept­em­ber 2010 (mál nr. 371/​2010) seg­ir orðrétt svo:

„Með lög­um nr. 62/​1994 var mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu veitt laga­gildi hér á landi (…). Í 2. gr. þeirra er tekið fram að úr­lausn­ir mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu, mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og ráðherra­nefnd­ar Evr­ópuráðsins séu ekki bind­andi að ís­lensk­um lands­rétti. Með ákvæði þessu hef­ur lög­gjaf­inn áréttað að þrátt fyr­ir lög­fest­ingu sátt­mál­ans sé enn byggt á grunn­regl­unni um tvíeðli lands­rétt­ar og þjóðarétt­ar að því er varðar gildi úr­lausna þeirra stofn­ana sem sett­ar hafa verið á fót sam­kvæmt sátt­mál­an­um. Þótt dóm­stól­ar líti til dóma mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins við skýr­ingu sátt­mál­ans þegar reyn­ir á ákvæði hans sem hluta af ís­lensk­um lands­rétti, leiðir af þess­ari skip­an að það er verk­efni lög­gjaf­ans að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á lands­rétti til að virða skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins sam­kvæmt mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.“

Hér lýs­ir Hæstirétt­ur með ein­föld­um hætti laga­legri stöðu úr­lausna MDE gagn­vart ís­lensk­um rétti. Þær úr­lausn­ir geta aðeins orðið til­efni til at­hug­un­ar á því hér inn­an­lands, hvort breyta beri ís­lensk­um lög­um til sam­ræm­is við dóm frá MDE og þá af þeirri stofn­un (Alþingi) sem fer með valdið til að setja land­inu lög.

Það ger­ir stöðuna ekki auðveld­ari þegar dóm­stóll­inn þar ytra ákveður að breyta fyrri dóma­fram­kvæmd og leysa úr mál­um á ann­an hátt en hann hef­ur sjálf­ur gert áður. Þetta kalla spak­ir menn „lif­andi réttar­fram­kvæmd“. Hún felst í því í reynd að setja nýj­ar laga­regl­ur og þá jafn­vel um mál­efni sem föst laga­fram­kvæmd hef­ur verið á. Eng­inn dóm­stóll ætti að telj­ast hafa heim­ild­ir til slíkra hátta.

Þegar þetta ger­ist taka menn að kalla eft­ir sam­bæri­leg­um breyt­ing­um á dómsúr­lausn­um inn­an­lands, þó að lög hald­ist óbreytt. Það er svo verra að ís­lensk­ir dóm­stól­ar hafa að ein­hverju marki látið und­an þessu, þrátt fyr­ir skýra af­stöðu Hæsta­rétt­ar í dóm­in­um 2010. Slík fram­kvæmd stenst ekki ís­lenska stjórn­skip­un, svo sem mælt er fyr­ir um hana í stjórn­ar­skránni.

Hitt má vera rétt, að ís­lensk stjórn­völd séu oft hæg­fara við at­hug­un á því, hvort leggja beri til við Alþingi breyt­ing­ar á inn­an­lands­rétt­in­um vegna nýrra dóma þar ytra. Þar mætti vel hvetja þau til skjót­ari viðbragða. Menn ættu hins veg­ar að muna að laga­breyt­ing­ar, sem þannig verða til, geta ekki að ís­lensk­um stjórn­lög­um dugað til aft­ur­virkra breyt­inga í mál­um fortíðar, hvort sem dóm­ar hafa þegar gengið í þeim eða ekki hér inn­an­lands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“
Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið