fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Hátt fall bauna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur sjaldan orðið vitni að eins háu falli og í tilviki Ora-bauna.

Þær hafa lengi verið tákn um sjálfstæði og sérstöðu íslensku þjóðarinnar og á sinn hátt þvermóðsku hennar. Við höfum haft þessar baunir á borðum hvað sem tautar og raular. Látum ekki fá á okkur þótt sagt sé að þær séu mauksoðnar, skrítnar á litinn og einkennilegt af þeim bragðið. Við höfum samt borðað þær – það eru til ótal sögur af Íslendingum sem eru svo einstrengingslegir varðandi mataræði að þeir fara með baunirnar til útlanda til að þurfa ekki að vera án þeirra.

Fátt hefur verið talið þjóðlegra en Ora-baunir. Þær eru einhvern veginn Ísland. Við.

En á einni viku hefur þetta gerbreyst. Fyrirtækjasamsteypan sem nú framleiðir Ora-baunir ákvað að hækka verð á vörum sínum í trássi við kjarasamninga sem nú hafa verið samþykktir. Þetta vakti bylgju reiði og andúðar í samfélaginu. Fólk lýsir því yfir unnvörpum á samskiptamiðlum að það sé hætt að nota Ora-baunir.

Og viti menn – snögglega eru Ora-baunirnar orðnar tákn um allt annað en áður. Græðgi kapítalismans, sjálfhygli,  skort á samfélagslegri ábyrgð – þær eru meira að segja bendlaðar við kvótkakerfið sem er svo illa þokkað hjá mörgum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni