fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Gagnrýna furðutolla: „Enn er lagður 76% ofurtollur á innfluttar franskar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir toll á kjúklingabringum, og segja engin skynsamleg rök fyrir því að hærri tollar séu lagðir á foreldaðar kjúklingabringur heldur en lagðir eru á hráar.

Báðar vörurnar eru seldar frosnar í verslunum á Íslandi.  Til að setja þetta í samhengi er á vef Félags Atvinnurekenda bent mismuninn þegar kjúklingabringur eru keyptar inn á þúsund krónur. Þá bera hrár kjúklingabringur og foreldaðar sama verðtoll, 300 krónur, en magntollur er hins vegar 900 krónur fyrir hráar en 1144 krónur fyrir foreldaðar.  Ef hráu bringurnar koma frá ESB ríki þá bera þær enn lægri toll, 180 krónur í verðtoll og aðeins 540 krónur í magntoll.

Framkvæmdastjóri FA, Ólafur Stephensen, segir engin skynsamleg rök fyrir þessum mismun. „Tollar á mat eru einu tollarnir sem eftir standa í íslensku tollskránni. Þeir eru rökstuddir með því að verið sé að vernda íslenskan landbúnað fyrir samkeppni. Það verður ekki séð að viðbótartollur á eldað kjöt verndi neitt nema þá kannski innlenda rafmagnsframleiðslu sem seint verður talin til landbúnaðar.“

Ólafur segist jafnframt vita til þess að innflutningsfyrirtæki á Íslandi ætli sér að láta reyna á réttmæti álagningarinnar fyrir dómi. „Þessir misháu tollar eru augljóslega brot á jafnræðisreglu, hamla samkeppni og skerða atvinnufrelsi. Það er löngu orðið tímabært að setjast yfir tollskrána, einfalda hana til muna og vinsa úr henni alls konar furðutolla sem ekki verður séð að þjóni neinum tilgangi. Það má til dæmis rifja upp að enn er lagður 76% ofurtollur á innfluttar franskar kartöflur, en hann verndar aðallega eitt eða tvö iðnfyrirtæki sem framleiða franskar kartöflur, að stærstum hluta úr innfluttu hráefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus