fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Styrmir segir andstæðinga orkupakkans knúna áfram af föðurlandsást og þjóðerniskennd

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 20:30

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og einn virkasti andstæðingur þriðja orkupakkans, sveipar andstæðinga orkupakkans rómantískum blæ í pistli sínum í dag, þar sem hann eignar þeirri „öflugu hreyfingu“ sem berjist gegn orkupakkanum, tilfinninguna sem kallast föðurlandsást og þjóðerniskennd. Hreyfingin sem Styrmir nefnir er væntanlega Orkan okkar, sem Styrmir er sjálfur hluti af.

Hann segir að lítið hafi verið gert úr þessum tilfinningum á undanförnum árum, sem sé skiljanlegt að einhverju leyti út af svolitlu, nefnilega sjálfum Hitler:

„Á seinni áratugum hefur það orðið einhvers konar tízka að gera lítið úr föðurlandsást eða þjóðerniskennd, hvort orðið, sem fólk vill nota. Þau hafa kannski ekki alveg sömu merkingu en svipaða. Þessi tilhneiging hefur farið saman við kenningar um að „þjóðríkið“ tilheyrði liðinni tíð. Þeir sem þessu halda fram nota gjarnan orðin „þjóðrembing“ og „þjóðernispópúlisma“ til þess að lýsa fyrirlitningu á þeim, sem telja að saga þjóðar og menningarleg arfleifð hennar skipti máli. Að einhverju leyti er þessi afstaða til föðurlandsástar eða þjóðerniskenndar skiljanleg í ljósi sögu Þriðja ríkisins. „Deutschland über alles“hljómar ekki vel í dag.“

Styrmir eignar föðurlandsástina og þjóðerniskenndina einnig BREXIT-sinnum og andstæðingum ESB, þar sem Evrópusambandið sé eins konar holdgervingur gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þá varar hann við því að sýna þessari tilfinningu vanvirðingu:

„En að öðru leyti er hún notuð til að réttlæta og rökstyðja þá sameiningarþróun, sem hefur orðið hið umdeilda markmið Evrópusambandsins. Vandinn við þá stefnu, sem líka er skiljanleg í ljósi sögu Evrópu á síðustu öld og raunar á fyrri öldum, er að henni er fylgt eftir á mjög ólýðræðislegan hátt, af umboðslausu og andlitslausu embættismannakerfi í Brussel. Og jafnvel má halda því fram í ljósi samskipta Grikkja og ESB síðustu ár að ESB sé að taka á sig mynd hinna gömlu evrópsku nýlenduvelda en saga þeirra þolir í raun og veru ekki dagsins ljós. En nú er það augljóslega föðurlandsást eða þjóðerniskennd, sem drífur BREXIT-hreyfinguna í Bretlandi áfram eins og m.a. má sjá á uppgangi hins nýja BREXIT-flokks Nigel Farage. Getur verið að hið sama eigi við um þá öflugu hreyfingu, sem hefur myndast meðal almennra borgara hér á Íslandi gegn orkupakka 3 frá Brussel? Það er ekki fráleitt að halda því fram og þess vegna varasamt að sýna þeim sterku tilfinningum, sem þar eru á ferð virðingarleysi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“
Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið