fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Mikil raforka tapast við flutning frá virkjunum – „Verðmæti sem fara til spillis“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 400 gígavattstundir töpuðust á síðasta ári þegar orka var flutt frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Þetta var 6,7 prósentum meira tap en árið áður. Það er áhyggjuefni að flutningstapið aukist ár frá ári að segir Sverrir Jan Norðfjörð formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist. Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“

Er haft eftir Sverri. Í Svartsengisvirkjun er rafmagn og hiti framleitt úr jarðvarma og nemur framleiðslan um 75 megavöttum á ári að því er fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins.

Haft er eftir Sverri að það sé hans mat að flutningskerfið sé ekki nægilega í stakk búið til að flytja alla þessa orku.

„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið. Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig“

Er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið