fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Lág-far-gjalda-flug-félag

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt einkenni íslenskrar tungu er hversu auðvelt er að setja saman orð og búa til úr þeim eitt orð. Við finnum mikið af slíkum samsetningum í íslenskunni, ólíkt til dæmis ensku sem býður ekki upp á þetta. Það gerir þýska hins vegar.

Samsetning orða getur tekið á sig ýmsar myndir, hér má til dæmis lesa um deilur innan Skraflfélagsins vegna samsettra orða, hvað má og hvað má ekki. Segir í fréttinni að deilunum hafi lokið með því að einn stjórnarmaður sagði af sér.

Við eigum fullt af orðum sem eru samsett úr tveimur orðum, en svo eru orð sem eru sett saman úr þremur eða fleiri. Við getum til dæmis nefnt orð sem heyrist mikið í fjölmiðlum þessa dagana, hlýtur eiginlega að vera orð vikunnar ef ekki mánaðarins.

Lágfargjaldaflugfélag.

Þetta er sett saman úr fimm orðum, hvorki meira eða mnna. Lág-far-gjalda-flug-félag.

Það er reyndar eins og hafi runnið tvær grímur á einhverja fjölmiðlamenn með þetta því maður sér líka orðið lággjaldaflugfélag. Samsett úr fjórum orðum.

En í rauninni er það ekkert betra eða þjálla. Ætti maður að prófa að auglýsa eftir nýju orði um flugfélag sem býður ódýr fargjöld?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni