fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur Þór: Alþjóðleg samvinna og hagsmunagæsla undirstaða góðra lífskjara á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 14:02

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti í morgun opnunarávarp á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norðurlanda í fókus og utanríkisráðuneytisins sem ber titilinn „Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?“. Stjórnmálamenn, sérfræðingar, fræðimenn og áhugamenn um alþjóðamál flytja þar erindi og taka þátt í fjölbreyttum umræðum um alþjóðasamvinnu, samkvæmt tilkynningu.

Í ræðu sinni sagði Guðlaugur Þór mikilvægt að þing og þjóð stæðu saman gegn þeirri einangrunarstefnu sem nú ryður sér til rúms í Evrópu og á Íslandi. „Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla er undirstaða þess að lífskjör og tækifæri hérlendis geti áfram orðið með því sem best sem gerist í heiminum,“ sagði Guðlaugur Þór. „Þar er samstarfið innan Evrópska efnahagssvæðisins lykilþáttur, sem og vestræn samvinna í þágu öryggis. Síðast en ekki síst felur þátttaka í alþjóðlegri samvinnu í sér viðurkenningu erlendra ríkja á því að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki.“

Fyrsta málstofa dagsins fjallaði um áhrif ungs fólks á stjórnmál. Bergur Ebbi Benediktsson flutti erindi og sagði unga fólkið standa frammi fyrir stórum áskorunum sem ekki væri hægt að takast á við á grundvelli stjórnmálahefðar 20. aldarinnar. Najmo Fiyasko, nemi í FÁ og YouTube áhrifavaldur, sagði sögu sína en hún kom til Íslands sem flóttamaður frá Sómalíu og hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna í heimalandinu. Í kjölfarið fylgdu pallborðsumræður um áhrif ungs fólks þar sem sérstaklega var rætt um þær leiðir sem ungt fólk hefur til að hafa áhrif í nútíma lýðræðissamfélagi.

Nokkrir sérfræðingar og sendiherrar úr utanríkisþjónustunni eru meðal þátttakenda. Davíð Logi Sigurðsson, deildarstjóri mannréttindadeildar utanríkisráðuneytisins, flutti erindi um setu Íslands í mannréttindaráðinu. Eftir hádegið flytja Hjálmar W. Hannesson, fyrrverandi sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, erindi í málstofu um Ísland, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið á 21. öldinni, sem Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins stýrir. Jóhanna Jónsdóttir, sérfræðingur, tekur þátt í pallborðsumræðum um Brexit, og Bryndís Kjartansdóttir, sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða, tekur þátt í pallborðsumræðumum hernaðarumsvif á Norðurslóðum. Þá tekur Ragnar Þorvarðarson, sérfræðingur, þátt í pallborðsumræðum um samskipti Íslands og Asíu, en Ragnar stýrði einnig málstofu um áskoranir framtíðar og áhrif unga fólksins.

Streymi má viðburðinum má finna á vef Alþjóðamálastofnunar, en dagskrá stendur yfir til klukkan 17.15.

Ræðu utanríkisráðherra má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun