fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Bónus hyggst berjast gegn ÍsAm: „Munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri Bónuss, Guðmundur Marteinsson, segir við Fréttablaðið í dag að Bónus sé viðkvæmt fyrir þeim verðhækkunum sem  ÍsAm hefur boðað, verði kjarasamningar samþykktir, vegna lágrar verðlagningar Bónus verslananna.

Hefur ÍsAm boðað 3,9 % hækkun á vörum fyrirtækja í þeirra eigu, sem eru Myllan, Ora, Kexverksmiðjan Frón og Kexverksmiðjan. Þá muni innfluttar vörur þeirra hækka um tæp tvö prósent, en vörutegundir þeirra skipta þúsundum. Hefur verkalýðsforystan, sem og talsmenn fyrirtækja fordæmt hækkanirnar og íhugar ASÍ að hvetja fólk til að sniðganga vörur ÍsAm, verði hótuninni fylgt eftir.

„Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum. Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“

segir Guðmundur við Fréttablaðið.

Aðspurður um valkostina við vörur ÍsAm, hvort Bónus selji eitthvað annað í staðinn verði af hækkununum, segir Guðmundur að neytendur hafi alltaf val:

„Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“
Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið