fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fegrað fyrir gríska páska

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir eru stærsta hátíðin í Grikklandi, þá eru mikil veisluhöld, jafnvel skotið upp flugeldum og fólk heilsast með kveðjunni: „Kristur er risinn!“ Χριστός ἀνέστη!

En gríska rétttrúnaðarkirkjan notar annað tímatal en við, hið júlíanska – kennt við Júlíus Sesar – það er semsagt fornt eins og margt annað í þeirri trú. Og þannig eru grísku páskarnir um næstu helgi.

Um daginn var stofnuð grísk sókn á Íslandi og hingað kom erkibiskupinn af Norðurlöndum ásamt hópi klerka og hélt messu. Gríska messan byggir mikið á söng og útpældum helgisiðum og hún getur dregist nokkuð  á langinn – það má segja að meiri dulúð sé yfir henni en messunni í lúterskum sið.

Lærður guðfræðingur tjáði mér að í messsunni notuðu Grikkirnir litúrgíu eins af kirkjufeðrunum, Jóhannesar Krýsostómusar (gullinmunna) sem var biskup í Konstantínópel 349 til 407. Í grísku messunni erum við semsagt að skyggnast inn í ævafornan heim sem nær allt aftur til frumkristninnar og Austur-rómverska ríkisins.

Grískir klerkar hafa reyndar verið nokkuð áberandi hér undanfarin ár, því 2017 kom hingað sjálfur patríarkinn af Konstantínópel, Bartólómeus – patríarkinn hefur svipaða stöðu í rétttrúnaðarkirkjunni og páfinn af Róm í þeirri kaþólsku.

Kári Egilsson lék gríska tónlist fyrir Cleopas erkibiskup (metropolitan) – á myndinni eru þeir saman ásamt förunautum biskupsins.

En ég ætlaði í rauninni ekki að skrifa langt mál um þetta, heldur birta þessar skemmtilegu myndir. Þær eru teknar í dag á eyjunni Folegandros, nei, ég er ekki þar, heldur eru ljósmyndararnir vinir mínir. Eins og áður segir eru páskarnir grísku um næstu helgi og eyjaskeggjar nota dymbilvikuna til að vinna vorverk og fegra umhverfið, enda er það hvort tveggja að ferðamenn fara á stjá um páskana og að brottfluttir íbúar snúa aftur í heimsókn.

Á efstu myndinni má sjá aldaða konu hvítkalka hús sitt. Byggingar á eyjunni þurfa talsvert viðhald sökum þess hversu vindasamt er á vetrum, loftið rakt, og vegna þess hversu mikil selta berst úr hafinu. Á myndunum hér fyrir neðan eru svo skólakrakkar sem mála hvít strik í kringum götusteina eins og er siður á eyjunum.

Þetta er staður þar sem hefðir eru mjög sterkar og bundnar árstíðum og fólk leggur metnað í að hafa umhverfi sitt fagurt – það er líka vandlega passað upp á að hús, götur og torg, allt sé í hefðbundnum stíl.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun