fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Eyjan

Eva skorar á Salmann og Sverri: „Ég hef ekki séð einn einasta íslamskan trúarleiðtoga fordæma þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðfélagsrýnirinn og rithöfundurinn Eva Hauksdóttir hefur undanfarið hvatt tvo íslamska trúarleiðtoga á Íslandi, þá Sverri Agnarsson og Salmann Tamini, til að stíga fram og fordæma afdráttarlaust ströng sjaríalög í soldánsdæminu Brúnei í Suðaustur-Asíu. Gagnrýnir hún hófsama múslima fyrir að tala ekki með ákveðnum hætti gegn ofstæki og ofbeldi sem byggi á einstrengingslegri túlkun á íslömskum trúarritum.

Þess má geta að Eva er móðir Hauks Hilmarssonar sem ekkert hefur spurst til í rúmlega ár en Haukur barðist með hersveitum Kúrda og er talinn hafa fallið í árásum tyrkneska hersins í Afrín í Sýrlandi þann 24. febrúar árið 2018. Sjá vef tileinkaðan minningu Hauks

Eva hefur undanfarið skrifað nokkrar áhugaverðar greinar um íslam á vef sinn norn.is. Í þeim kemur meðal annars fram að hún telur fráleitt að raunveruleg hætta sé á svokallaðri íslamsvæðingu Evrópu og hún skipar sér ekki í flokk með þeim sem eru andsnúnir innflutningi múslima til vestrænna ríkja. Eva telur fráleitt að múslímar séu að reyna að koma á sjaríalögum í Evrópu en hins vegar sé víða að finna ofbeldi og mannréttindabrot sem eigi upptök sín í strangri túlkun á íslömskum trúarritum. Vesturlandabúar sneiði oft hjá því að horfast í augu við þennan vanda.

Áskorun til talsmanna múslima á Íslandi

Hin nýju og hertu sjaríalög í Brúnei fela meðal annars í sér að grýtt verið til bana fyrir samkynhneigð og teknar verði upp hýðingar á almannafæri. Einnig eru lagaákvæði sem fótum troða kvenfrelsi og trúfrelsi.

Þann 12. apríl birti Eva áskorun til talsmanna múslíma á Íslandi. Þar segir:

„Smáríkið Brunei hefur nú tekið upp dauðarefsingu við skírlífisbrotum. Nánar tiltekið á að grýta fólk til bana fyrir framhjáhald og endaþarmsmök, hvort sem það fellst á siðaboðskap Islam eður ei. Dauðarefsing liggur einnig við guðlasti og því að ganga af trúnni ásamt ýmsum alvöru afbrotum.“

Eva bendir síðan á að á meðan ýmis mannréttindasamtök og alþjóðastofnanir hafi fordæmt þessa þróun mála í Brúnei fari lítið fyrir því „að islamskir trúarleiðtogar lýsi hneykslun sinni á ofsóknum gegn lauslátum konum og hommum eða ómannúðlegum lagaákvæðum. Það kemur svosem ekki á óvart, múslímaklerkar hafa heldur ekki barist gegn svipuðum lögum í stærri ríkjum.“

Sem fyrr segir hvetur Eva þá Sverri Agnarsson og Salmann Tamini til að fordæma þetta framferði stjórnvalda í Brúnei.

Síðdegis mánudaginn 22. apríl höfðu þeir Sverrir og Salmann ekki orðið við áskorun Evu. Hún skrifaði þá á Facebook-vegg sinn:

„Ég hef ekki séð einn einasta Islamskan trúarleiðtoga fordæma þetta. Ég skoraði sérstaklega á áhrifamenn innan Islam á Íslandi og nafngreindi þá tvo sem hafa verið mest áberandi, þá Salmann Tamimi og Sverri Agnarsson. Ég veit ekki til þess að þeir hafi brugðist við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“

Jón hjólar í Grapevine: „Þannig byggjum við upp fasistaríki“
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins

Sanna Magdalena ósátt við viðbrögð Hauka vegna rasískra ummæla Björgvins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni

Svona gætu Malarhöfði og Lágmúli litið út í framtíðinni