fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Hilmar segir andstæðinga Þriðja orkupakkans vera á villigötum

Eyjan
Mánudaginn 22. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Gunnlaugsson, hæstarréttarlögmaður, telur andstæðinga Þriðja orkupakkans ljúga upp á tilskipunina og að ranglega sé vitnað til hans í málflutningi. Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins, en þetta kemur fram á vef Vísis.

Hilmar er fyrstur Íslendinga til að ljúka meistaranámi á sviði orkuréttar. Í lokaritgerð sinni fjallaði hann um áhrif Þriðja orkupakkans hér á landi, en umræðan um innleiðingu hefur verið á vörum margra undanfarnar vikur. Hilmar telur að fyrsta innleiðing fyrsta og annars orkupakkans hafi reynst vel hér á landi og segir hann augljóst að markmið Evrópusambandsins sé að auka samtengingu orkukerfa en að við Íslendingar getum verið fyrir utan það eins og við erum í dag.

„Ég tel að við Íslendingar þurfum að taka djúpa umræðu þar og móta okkar stefnu á þeim prinsippum sem við viljum,“ segir Hilmar og telur umræðuna hjá andstæðingum þriðja orkupakkans vera á villigötum. „Og þess vegna hef ég látið þetta til mín taka, að ég tel að menn hafi beinlínis verið að ljúga upp á hann í þessari umræðu. Að menn eru svona að nota hann stundum eða  jafnvel oft ranglega og vitna ranglega til hans að mínu mati,“ segir Hilmar.

„Að mínu mati eru menn að segja að það felist í þriðja orkupakkanum hlutir sem er bara ekki rétt eins og að þar sé framsal á yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni eða þess háttar atriði. Atriði sem eru mjög mikilvæg og við þurfum að ræða en þriðji orkupakkinn fjallar aðallega um tvennt, sem skiptir okkur máli, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnunar það er Orkustofnunar á markaði þar sem ríkið á langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem eru á þessum markaði og síðan aukna neytendavernd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið