fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Kristín á Fréttablaðinu: „Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. apríl 2019 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu,“ skrifar Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi Fréttablaðsins í leiðara blaðsins í dag. Í leiðaranum kemur Kristín inn á áform borgaryfivalda að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu.

Kristín gagnrýnir nýlega forsíðufrétt Morgunblaðsins varðandi málið og bendir á að fréttinni hafi verið slegið upp eins og allir kaupmenn á Laugavegi væru á móti varanlegri göngugötu.

„Viðbrögðin sýna að kaupmenn við Laugaveg eru alls ekki á einu máli. Raunar benda faglegar kannanir til þess að meirihluti kaupmanna við Laugaveg sé fylgjandi götulokunum.

Einnig er því ósvarað hvort borgaryfirvöld eigi almennt að miða stefnumótandi ákvarðanir við hagsmuni lítilla, skipulagðra og háværra hópa, eða hvort almennari mælikvarða eigi að nota. Það er almenn stefna borgaryfirvalda í nánast öllum málsmetandi borgum að þrengja að bílaumferð og setja gangandi vegfarendur í öndvegi.

Þetta hafa hægrisinnuðustu stjórnmálamenn verið að gera í áratugi víða um lönd. Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu.“

Kristín bendir jafnframt á að  miðborg Reykjavíkur er sennilega sá borgarkjarni í heiminum sem hvað auðveldast er að komast um á einkabíl. Ofgnóttbílastæða og bílastæðahúsa sé að finna í miðbænum.

„Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur?“

Þá bendir Kristín á vissulega eigi verslanir í miðborginni í rekstrarvanda. Það séu þó ekki einungis verslanir í miðbænum sem berjast í bökkum: það sama gildir um verslanir Kringlunni og Smáralind, og sömuleiðis í erlendum stórborgum.

„Hefðbundin verslun á undir högg að sækja. Á Íslandi sem annars staðar. Í Reykjavík hafa skipulagsákvarðanir borgaryfirvalda ekki hjálpað til, en þau hafa gert óraunhæfar kröfur um verslunarhúsnæði í nýbyggingum. Þetta hefur valdið framboði umfram eftirspurn. Vinda þarf ofan af því.

Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann. Verst er þó að þeir draga upp svarta mynd af miðbæ Reykjavíkur sem þeir sem þar eiga leið um daglega kannast ekki við. Með því ganga þeir ekki bara á eigin hagsmuni heldur líka kollega þeirra sem eru á öndverðum meiði, og vinna hörðum höndum að því að gera miðbæinn að eftirsóknarverðum samkomustað fyrir okkur öll og þá sem sækja okkur heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið