fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndin Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt, eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson, var sýnd á RÚV í fyrradag. Þar var leitast við að svara spurningunni hvernig lifa ætti í neyslusamfélagi með sjálfbærni í huga og dregin fram sú hætta sem stafar af neysluháttum mannskepnunnar fyrir jörðina vegna mengunar.

Í myndinni segir að almenningur þurfi að lifa innan þolmarka náttúrunnar til þess að ekki eigi illa að fara og taldar eru upp ýmsar leiðir til þess.

Ekki eru allir sáttir við þá nálgun sem boðuð er í myndinni, um að áherslan sé sett á einstaklinga, þegar raunin er sú að fyrirtæki, ekki síst flugfélög og stóriðja, mengi mest allra. Því bitni mengunarvandi þeirra á almenningi.

Stóriðjan vandamálið

Bjarni Þorgilsson bendir á þetta í færslu sinni á Facebook:

„Ég er alveg búinn að fá nóg af því að það sé stanslaust verið að ráðast á almenning í þessu landi vegna mengunar þegar hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag, eru opnuð hvert á fætur öðru í öllum landshornum. Þegar hér er eingöngu framleidd tandurhrein orka og seld stóriðju á slikk sem borgar ekki nema lágmarksskatta af starfsemi sinni með allskonar útúrsnúningum. Þegar það stendur á rafmagnsreikningnum að rafmagnið sem ég nota sé framleitt með kjarnorku vegna þess að einhver skjalafalsari orkuveitunnar seldi mengunarheimildir úr landi. Sem leiðir svo til þess að við séum einhverjir mestu umhverfissóðar veraldar, á pappír sem svikahrappar sem ferðast á fyrsta farrými útbúa.“

Bjarni vill að tekið verði á rót vandans:

„Ef menn vilja minnka sukkið, byrjum þá á að banna kolabruna stóriðju á landinu, bönnum gamla togara, bönnum einkaþotur og þyrlur, bönnum því næst farþegaflug, bönnum skemmtiferðasiglingar, bönnum húsgögn og klæði framleidd á hinum enda jarðar og flutt hingað í gámum, bönnum allt sem hefur verið sótt í námur ss lithium, silfur og kopar sem notað er í öll raftæki. Bönnum alla raforku sem er ekki græn.“

Allir verði eins og Gísli á Uppsölum

Færsla Bjarna ber alvarlegan undirtón, en er þó óneitanlega hnyttinn einnig:

„Er að horfa á einhvern þátt um mann sem er að reyna að minnka kolefnisfótspor sitt. Mér sýnist þetta vera eftirfarandi:
Vera svangur flesta daga, búa fátæklega, ekkert net, engin sími, leggja bílnum eða henda honum, sníkja sem mest far með öðrum, nota sjaldan eða aldrei strætó, hjóla hjálmlaus eins og fífl og labba um allt, ekki endurnýja fötin, vera að drepast úr kulda  vegna næringarskorts eða jafnvel lystarstols miðað við hvernig maturinn hans leit út, tala mikið við sjálfan sig, lesa við kertaljós og skemmta sér ekkert. Gísli á Uppsölum fann upp þennan lífsmáta. Hann lifði einmanna lífi með kindum og draugum í afskekktum dal til æviloka og ekki öfunda ég hann í eina sekúndu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus