fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Guðjón hefur ekki áhyggjur af Miðbænum

Egill Helgason
Föstudaginn 19. apríl 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er sá maður núlifandi sem þekkir best gömlu byggðina í Reykjavík. Hann hefur skrifað um hana bækur og greinar, tekið þátt í gerð sjónvarp- og útvarpsþátta um hana og verið eftirsóttur leiðsögumaður í gönguferðum um Miðbæinn.

Guðjón skrifaði litla grein á Facebook í gær, lagði þar orð í belg um „miðbæjarvandann“ sem mikið er ræddur þessa dagana, stundum með miklum upphrópunum. Guðjón telur að ekkert sé að óttast.

„Ég gerði það að gamni mínu í dag og af gefnu tilefni að ganga Laugaveg (frá Rauðarárstíg) og Bankastræti. Ennfremur allan Skólavörðustíg. Ég taldi rými sem þar eru fyrir verslunar- eða annan rekstur á götuhæðum húsanna. Alls reyndust þau samkvæmt minni talningu vera 251, þar af var 21 rými autt (8,4%) en 230 í rekstri. Verslanir í rekstri eru 150, veitingahús, barir og kaffihús eru 65 en annar rekstur í 15 rýmum (svo sem rakara-og hárgreiðslustofur, Gullnáman, tattoo, spa, eitt safn og fleira).“

Guðjón segir svo að sum af hinum auðu rýmum séu að komast í rekstur aftur.

„Þau eru Skólavörðustígur 4 (þar kemur handverks- og hönnunarbúð), Laugavegur 3 (þar er verið að innrétta nýtt veitingahús), Laugavegur 6 og Skólavörðustígur 1A (í þessum rýmum er norskt fyrirtæki að undirbúa svokallað Ís-gallerí (Magic Art) og húsnæði Helga úrsmiðs á Skólavörðustíg 1A (það er komið í leigu, því á dyrum stendur: opnar bráðlega). Þá má nefna tvö auð rými í hrörlegu húsi á Laugaveg 56. Á bak við það er verið að byggja nýtt hús og stendur stendur til að endurbyggja gamla húsið, þess vegna eru rýmin auð. Eftir standa 11 auð rými sem ég veit ekki hvort hafa verið leigð út. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið