fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Ísland fordæmir forneskjulegar dauðrefsingar á samkynhneigðum í Brúnei

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 11:51

Frá Bandar Seri Begawan, höfuðborg Brúnei. Mynd -utanríkisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stjórnvöld í samstarfi við 35 ríki, sem öll eiga aðild að Equal Rights Coalition, bandalagi ríkja um réttindi hinsegin fólks (LGBT+), lýsa yfir mikilli andúð á ákvörðun stjórnvalda Asíuríkisins Brúnei að hrinda í framkvæmd lögum sem m.a. kveða á um að grýta megi samkynhneigða til bana. Í sameiginlegri yfirlýsingu hvetja ríkin 36 stjórnvöld í Brúnei til að afturkalla breytingarnar og til að tryggja að öll refsilöggjöf í landinu sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Brúnei á sviði mannréttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

„Það er dapurlegt að enn þann dag í dag skuli hinsegin fólk sæta slíkum ofsóknum af hálfu stjórnvalda að lífi þess sé ógnað. Réttindi hinsegin fólks eru grundvallarþáttur í mannréttindastefnu Íslands og við leggjum mikla áherslu á þau í störfum okkar í mannréttindaráðinu. Þessi réttindi eru aldrei afstæð heldur gilda þau alltaf, alls staðar. Þess vegna hvorki getum við né megum láta þessar ákvörðun stjórnvalda í Brúnei átölulausa,“

segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.

Ákvörðun stjórnvalda í Brúnei að hrinda í framkvæmd afar strangri útgáfu af svonefndum sjaría-lögum hefur verið fordæmd víða um heim frá því að tilkynnt var um hana um síðustu mánaðamót.

Ísland gerðist aðili að Equal Rights Coalition á síðasta ári en bandalag þetta var sett á laggirnar árið 2014 og eiga aðildarríkin það sameiginlegt að vilja standa vörð um og tryggja aukin réttindi LGBT+ einstaklinga í heiminum. Meira en fjörutíu ríki í Evrópu, Suður- og Norður-Ameríku og í Afríku hafa gerst aðilar að bandalaginu.

Í texta yfirlýsingar Equal Rights Coalition segir m.a. að allt fólk eigi rétt á að njóta mannréttinda, óháð þáttum eins og kynhneigð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“
Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið