fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Guðrún í Kokku ósátt við miðbæjarneikvæðnina: „Þessi málflutningur er ekki að hjálpa“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 16:30

Guðrún Jóhannesdóttir. Mynd -Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi, er ósátt við einhliða fréttaflutning af ástandinu í miðbænum varðandi lokn Laugavegar og þeirra áhrifa sem það hefur í för með sér fyrir verslunareigendur. Alls 240 verslunareigendur skrifuðu undir mótmælaskjal á fundi Miðbæjarfélagsins þann 20. mars, hvar fyrirhuguðum áætlunum borgaryfirvalda var mótmælt.

Guðrún segir umfjöllunina ekki til þess fallna að laða að fólk í miðbæinn:

„Það er þyngra en tárum taki að hópi kaupmanna í miðbænum takist ítrekað að koma neikvæðum fréttum á framfæri. Einhliða fréttaflutningur Stöðvar tvö og einhæfur málflutningur Miðbæjarfélagsins er klárlega ekki að hvetja almenning til að koma í bæinn. Sama hvað fólki kann að finnast um þær breytingar sem framundan eru þá held ég að allir geti verið sammála um að þessi málflutningur er ekki að hjálpa.“

Aldrei talað um Kringluna

Guðrún bendir á að sjaldan sé fjallað um lokanir verslana í Kringlunni á sama hátt, en lokanir séu engu að síður álíka margar þar og í miðbænum:

„Álíka margar verslanir hafa lokað frá áramótum í Kringlunni og í miðbænum. Það eru bara engar fréttir fluttar af tómum plássum í Kringlunni því þar á bæ vita menn hvað slíkar fréttir skaða mikið út frá sér. Það hafa átt sér stað miklar breytingar í verslun á þeim 18 árum sem ég hef verið kaupmaður. Með aukinni samkeppni við netverslun (innlenda jafnt sem erlenda) og breyttri hegðun neytenda þurfa kaupmenn sífellt að halda vöku sinni. Við þurfum að skapa andrúmsloft sem laðar að. Við þurfum að hlusta á óskir og þarfir viðskiptavinanna og veita betri þjónustu en þeir geta fengið annars staðar. Bara þannig komum við í veg fyrir að við verðum undir í samkeppninni,“

segir Guðrún.

Fjallað þufi meira um fjölbreytileikann

Hún segir mótmæli og undirskriftalista ekki hjálpa til, heldur þurfi að fjalla um fjölbreytileikann:

„Það er alveg klárt að mótmæli og undirskriftalistar koma ekki til með að hafa áhrif á stefnu borgaryfirvalda. Það hefur komið skýrt fram í máli kjörinna fulltrúa. Það eina sem kaupmenn í miðbænum geta gert er að taka saman höndum og benda á fjölbreytileikann sem þó þrífst hér þrátt fyrir neikvæða umræðu. Í miðbænum eru verslanir sem selja borðbúnað, blómavasa, búninga, búsáhöld, eldavélar, fatnað, ferðatöskur, garðverkfæri, gjafavöru, gleraugu, hanska, hárvörur, heilsuvörur, hljóðfæri, húsgögn, ilmvötn, jólaskraut, leikföng, linsur, listmuni, lyf, myndavélar, síma, skartgripi, skó, skrúfjárn, sængur, tölvur, töskur, úr, útivistarfatnað og þvottasnúrur, bara svo eitthvað sé nefnt. Svo er hér fjöldi safna, kaffihúsa og veitingastaða.

Hvernig væri að tala um það?“

Sjá einnig: Lokun Laugavegar mikið hitamál – Kolbrún segir Sigurborgu ljúga og meirihlutann svífast einskis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega