fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember n.k. á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans – samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins – verður haldið í Hörpu fyrsta sinn þing um málefni barna eða barnaþing. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur samþykkt að vera sérstakur verndari þingsins, samkvæmt tilkynningu frá Umboðsmanni barna.

Embætti umboðsmanns barna skipuleggur barnaþingið en í breytingum sem gerðar voru á lögum um embættið á síðasta ári var ákveðið að halda skyldi barnaþing annað hvert ár með þátttöku barna sem og alþingismanna, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, fulltrúa frá aðilum vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka. Auk formlegrar opnunar skiptist barnaþingið í tvennt: Annars vegar verður haldinn fundur í þjóðfundarstíl þar sem börn og fullorðnir eiga samræðu um málefni sem brenna á börnum. Niðurstöður þingsins verða kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum og er ætlað að vera mikilvægt framlag í stefnumótun um málefni barna. Hins vegar verður opin dagskrá með fundum og málstofum um málefni sem tengjast börnum auk þess sem barnamenningu verður gerð skil.

„Það er sérstakur heiður að Vigdís skuli hafa tekið að sér vera verndari þingsins því hún hefur ætíð hlúð sérstaklega að málefnum barna en ekki síður verndun umhverfisins en í loftlagsbaráttunni hafa börn skipað sér í framvarðasveit. Gera má ráð fyrir að öll þessi málefni verða í brennidepli á barnaþinginu,“

segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“
Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið