fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 19:00

Horft að Snæfelli. Mynd- Hugi Ólafsson/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirbúningur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er í fullum gangi og tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins hafa nú verið settar í Samráðsgátt stjórnvalda. Þær eru þriðja verkefni þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðsins.

Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðsins var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar og á að skila af sér tillögum í september 2019. Nefndinni er meðal annars ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka.

Við störf nefndarinnar hefur mikil áhersla verið lögð á samráð við helstu hagsmunaaðila, þ.m.t. sveitarfélög. Haldnir hafa verið kynningar- og samráðsfundir bæði með sveitarstjórnarfólki á hverju landsvæði sem og með íbúum og hagaðilum, tveir opnir kynningarfundir af sama toga hafa verið haldnir í Reykjavík og nefndin hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir að ákveðnum þáttum sem hún hefur fjallað um.

Auk þess voru í janúar 2019 haldnir átta fundir um land allt með samtals 24 sveitarfélögum og hagaðilum sem þau kölluðu til. Þessir fundir voru ætlaðir til að afla upplýsinga og leita eftir sjónarmiðum og áherslumálum á hverju og einu landsvæði sem snýr að miðhálendi Íslands.

Hægt er að fylgjast með störfum nefndarinnar á vef Stjórnarráðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2