fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Telur Sjálfstæðismenn þurfa að endurskoða afstöðu sína – Ný stjórnarskrá væri besta vopnið gegn orkupakkanum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 09:16

Sigurður Hreinn Sigurðsson - Mynd-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hreinn Sigurðsson, sem situr í stjórn Stjórnarskrárfélagsins, kemur með athyglisverða ábendingu í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. Þar spyr hann hvort Sjálfstæðismenn sem andvígir eru þriðja orkupakkanum á þeim forsendum að  hann sé innrás í fullveldi landsins, þurfi ekki að endurskoða afstöðu sín til nýrrar stjórnarskrár, en Sjálfstæðismenn hafa upp til hópa ekki verið hrifnir af slíkum hugmyndum:

„Þriðji orkupakkinn er farinn að valda verulegum titringi í stjórnmálunum, bæði innan Sjálfstæðisflokksins og víðar. Það er sá flokkur sem helst hefur staðið í vegi fyrir gildistöku nýju stjórnarskrárinnar sl. sjö ár. Spurningin er hvort stuðningsmenn flokksins, sem helst óttast áhrif og afleiðingar þriðja orkupakkans, þurfi ekki að endurskoða afstöðu sína í stjórnarskrármálinu. Skýrt er kveðið á um það í nýju stjórnarskránni að ef Alþingi samþykki fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana, skuli ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar og að niðurstaðan yrði bindandi. Einnig gætu tíu af hundraði kjósenda krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt ef vafi léki á um hvort þriðji orkupakkinn heyri undir grein um framsal ríkisvalds.“

Með öðrum orðum, þá væri ný stjórnarskrá langbesta vopn andstæðinga þriðja orkupakkans, þar sem hún myndi færa valdið til almennings, hvers meirihluti er á móti þriðja orkupakkanum.

Sameign þjóðarinnar

Sigurður bætir við að í nýrri stjórnarskrá standi skýrt og greinilega að auðlindir landsins sem ekki séu í einkaeigu, séu sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar:

„Enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei mætti selja þær eða veðsetja. Við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi en stjórnvöld beri ábyrgð á vernd auðlindanna ásamt þeim sem fá þær til hagnýtingar. Leyfi til afnota eða hagnýtingar yrðu veitt á grundvelli laga gegn fullu gjaldi og einungis til hóflegs tíma í senn.“

Sigurður segir einnig að núgildandi stjórnarskrá, sem sé að miklu leyti óbreytt frá 1874 í veigamiklum atriðum, segi ekkert til um samninga við önnur ríki, annað en að þjóðhöfðingjar geri þá:

„Þó svo að forseti Íslands hitti Pútín og ýmsa merkismenn að máli þá gerir hann enga slíka samninga sjálfur hvað svo sem síðar verður. Í gildandi stjórnarskrá er heldur ekki neitt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda og hvergi minnst einu orði á auðlindir eða náttúru Íslands. Það munar um minna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“