fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Skipulagsstofnun gerir athugasemdir vegna endurbóta á kísilverksmiðjunni í Helguvík

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 15:30

Kísilverksmiðjan í Helguvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu að matsáætlun með athugasemdum vegna fyrirhugaðra endurbóta á kísilverksmiðjunni í Helguvík, Reykjanesbæ. Gera þarf ýmsar ráðstafanir áður en verksmiðjan verður keyrð í gang að mati Skipulagsstofnunar, til dæmis að hafa samráð við íbúa svæðisins, samkvæmt tilkynningu.

Um er að ræða heildaframleiðslu allt að 100.000 tonnum af kísli á ári í allt að fjórum ljósbogaofnum, stækkun og endurbótum á núverandi mannvirkjum kísilverksmiðjunnar til að uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun er fjallað um heilsu, samráð, samfélag, ásýnd, valkosti, mengun, veður, fráveitu, grunnvatn og vöktun.

Athugasemdir Skipulagsstofnunar í ákvörðun sinni eru eftirfarandi:

  • Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins.
  • Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum almennings við tillögu að matsáætlun eru ábendingar frá fólki sem hefur fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni.
  • Í frummatsskýrslu þarf að fjalla um mismunandi valkosti fyrir fyrirkomulag mengunarvarna, losunar og uppsetningu skorsteina. Einnig þarf að fjalla um kosti þess að ræsa ekki verksmiðjuna aftur sem og gera grein fyrir því að framleiðsla verði minni en fyrirhuguð áform uppá 100.000 tonn á ári.
  • Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir mögulegri hámarksmengun við óhagstæð skilyrði.
  • Gera þarf grein fyrir styrk snefilefna og hvort og þá hvernig þau geti borist út í umhverfið. Einnig þurfi að gera grein fyrir grunngildum viðeigandi efna og álagsþoli svæðisins.
  • Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar. Jafnframt þarf að gera grein fyrir áhrifum áætlaðra tæknilegra úrbóta á loftgæði, styrk og dreifingu efna. Einnig þarf í frummatskýrslu að leggja mat á samfélagsþætti líkt og vinnumarkað og íbúaþróun í nærsvæði kísilversins. Að auki þarf að fjalla nánar um ásýndarbreytingar vegna uppbyggingarinnar og sýna þarf ásýndarbreytingar frá fleiri sjónarhornum sem séu upplýsandi fyrir íbúa í nálægu þéttbýli.
  • Setja skal fram tillögu um vöktun á áhrifum kísilversins á heilsu á starfstíma.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar í heild sinni ásamt tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun má nálgast á vef Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/matsaaetlanir/nr/997

 Næsta skref:

Nú þegar Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu að matsáætlun er næsta skref í ferlinu  að framkvæmdaaðili vinnur frummatsskýrslu og skilar henni inn til Skipulagsstofnunar þegar hún er tilbúin og þarf hún að vera í samræmi við  matsáætlun.

 Frummatsskýrsla

Í frummatsskýrslu setur framkvæmdaraðili fram mat sitt á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við matsáætlun og sendir Skipulagsstofnun skýrsluna. Stofnunin fer yfir skýrsluna og metur hvort hún sé í samræmi við matsáætlun og ákvæði laga og reglugerðar. Frummatsskýrsla er svo kynnt á vef stofnunarinnar og í fjölmiðlum ásamt því að leitað er til umsagnaraðila, en kynningartími er alls 6 vikur, á þeim tíma gefst almenningi kostur að kynna sér framkvæmdina og koma athugasemdum sínum á framfæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki