fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 07:52

Þórlindur Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um þriðja orkupakkann er hávær þessa dagana en tvær fylkingar takast á í málinu. Þórlindur Kjartansson, pistlahöfundur, segir að umræðan sé orðin ógnandi og ofstopafull en sjálfur hefur hann verið kallaður landráðamaður fyrir að viðra skoðun sína á málinu. Hann segir að forsvarsmenn samtakanna Orkan okkar verði að axla ábyrgð í málinu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að Þórlindur hafi tvisvar tjáð sig um málið. Í pistli í Fréttablaðinu á föstudaginn og í Silfrinu á RÚV á sunnudaginn. Þórlindur hefur kynnt sér málið og segir að margir þeirra, sem eru í fararbroddi í andstöðunni við orkupakkann, gera það vegna andstöðu við veru Íslands í EES ásamt þátttöku í annarri alþjóðlegri samvinnu.

„Það er mjög eðlilegt að fólk sem heyrir þessar miklu kenningar hafi raunverulega áhyggjur, vilji fá svör og kynna sér hlutina. Vandinn er að stór hluti af þessum áhyggjum stafar af rangfærslum og ýkjum sem eru ekki settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur einmitt til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Það sem þetta leiðir til er að fólk verður smám saman reiðara og sumir mjög ofstopafullir. Þeir sem hafa reynt að taka þátt í þessari umræðu verða fyrir barðinu á afskaplega harkalegum ummælum. Sumt af því er hreinlega ógnandi.“

Sagði Þórlindur í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði athyglisvert að sjá orðfærið sem er notað á netinu í tengslum við málið og þá sérstaklega eftir að Orkan okkar tók til starfa.

„Manni finnst það svolítið sorglegt sem er skrifað til dæmis á Facebook-síðu Orkunnar okkar, þar er talað um landráð sem er lögbrot sem er hægt að refsa fyrir með lífstíðarfangelsi og víða með lífláti. Það er ekkert smámál að segja mann fremja landráð, þó ég viti að þessu er hent fram í skilningsleysi.“

Sagði Þórlindur og bætti við að ekki sé hikað við að dylgja um að allir séu á einhverskonar launum eða hafi látið kaupa afstöðu sína en þetta séu ömurlegar ásakanir sem séu ósannar og kolrangar.

„Svo eru notuð svona ofstopafull orð eins og „rit- og talhóra“ og fleira sem er óþægilegt að sjá. Það er líka áhugavert að mörgum úr þessum hópi sveið sérstaklega að ég talaði um að það væri ofstopi í umræðunni.“

Fréttablaðið hefur eftir Birgi Erni Steingrímssyni, einum talsmanna Orkunnar okkar, að málið sé heitt á báða bóga.

„Þetta er mjög mikilvægt mál fyrir þá sem vilja fara inn í ESB, svo er þeim sem umhugað er um fullveldi ekki alveg sama. Þetta er tilfinningalegt átakamál eins og IceSave-málið, þá koma svona yfirlýsingar.“

Sagði Birgir og benti á að gífuryrðin einskorðist ekki við andstæðinga orkupakkans.

„Það er búið að kalla okkur nasista, þjóðernissinna og einangrunarsinna. Ef einhver er kallaður nasisti þá kemur hann kannski á móti með mynd af snöru og kallar hinn landráðamann.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku