fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Ríkið braut á mannréttindum Bjarna Ármannssonar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þegar það krafði hann um greiðslu skatta og skattaálags, ákærði hann síðar og dæmdi fyrir skattalagabrot, þó svo skattaskuldin hafi verið greidd. Var Bjarna þannig refsað tvisvar fyrir sama brot, samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í dag.

Þarf ríkið að greiða Bjarna 5000 evrur í bætur auk endurgreiðslu skatta. Þá þarf ríkið að greiða málskostnað að upphæð tæplega 30 þúsund evra. Samtals um 4.7 milljónir króna.

RÚV greinir frá.

Árið 2012 voru skattar Bjarna endurákvarðaðir af skattrannsóknarstjóra fyrir árin 2007-2009, vegna vantalinna fjármagnstekna í tengslum við söluna á þeim hlutabréfum sem Bjarni fékk í sinn hlut við starfslok sín sem bankastjóri Glitnis. Greiddi hann skattana, auk 25 prósenta álags. Málið var síðar tilkynnt af skattrannsóknarstjóra til sérstaks saksóknara sem ákærði Bjarna fyrir skattalagabrot, hvar Bjarni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði og þurfti að greiða 36 milljóna króna sekt. Hæstiréttur staðfesti óminn og þyngdi refsinguna í átta mánaðar skilorðsbundið fangelsi.

Dómurinn þykir af sama toga og í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar árið 2017, þegar MDE komst að því að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum og Tryggva Jónssyni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Telur Sjálfstæðismenn þurfa að endurskoða afstöðu sína – Ný stjórnarskrá væri besta vopnið gegn orkupakkanum

Telur Sjálfstæðismenn þurfa að endurskoða afstöðu sína – Ný stjórnarskrá væri besta vopnið gegn orkupakkanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“