fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Reykjanesbær hagnast um milljarða króna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 13:37

Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjanesbær er eitt skuldugasta sveitarfélag landsins, en skuldir þess námu um 45 milljörðum í fyrra. Við bætist gjaldþrot WOW air sem mun auka vanda sveitarfélagsins. Kjarninn greinir frá því að samkvæmt þeirra heimildum muni Reykjanesbær fá um fjóra milljarða króna í sinn hlut af kaupverði Jarðvarma í ORK-hlut HS Orku frá því í byrjun apríl, en kaupverðið nam um 8.8 milljörðum króna. Jarðvarmi er í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða.

Reykjanesbær eignaðist skuldabréf er það seldi hlut sinn í HS Orku til Geysis Green Energy, en það skuldabréf var selt í ágúst 2012. Var það ORK-fjárfestingarsjóðurinn sem keypti skuldabréfið og söluverðið sagt vera 6.3 milljarðar. Hinsvegar var sú tala bundin ýmsum skilyrðum og var verðmætið metið á 5.8 milljarða í lok árs 2014, auk þess sem ORK þurfti að fá afstöðu Reykjanesbæjar ef það ætlaði að ganga að tilboðum í það.

Nánar er fjallað um málið á Kjarnanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið