fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Dapurleg ljóðræna niðurníðslunnar – og hin mikla endurbygging

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður skyldi halda að þessi ljósmynd sé ævagömul en svo er í rauninni ekki. Hún mun vera tekin 1978 í Grjótaþorpinu, nánar tiltekið upp Bröttugötu.

Myndin sýnir glöggt hversu ótrúlega hrörleg gamla byggðin í Reykjavík var á þessum tíma. Menn gengu nokkurn veginn út frá því sem vísu að gömul hús væru mörkuð dauðanum – það væri bara tímaspursmál hvenær þau grotnuðu endanlega niður, yrðu eldi að bráð eða rifin.

Og því fengu þau að dankast eins og sést á myndinni.

Hugmyndin var líka að fjarlægja allt það gamla, til eru teikningar af stjórnarráðshúsi þar sem er búið að fjarlægja Bernhöftstorfuna og ráðhúsi fyrir Reykjavík þar sem er búið að rífa Iðnó. Þannig var hugmyndaheimur áranna upp úr 1960.

Manni finnst þetta auðvitað með nokkrum ólíkindum núorðið. Virðingin fyrir gömlum minjum var bókstaflega engin. En sumir báru því við að þeir myndu gamla og slæma tíma þegar timburhús voru saggafull og köld og tákn um fátækt.

Þegar maður gengur um borgina núorðið er þetta eitt af því sem er umhugsunarverðast – hvað hefur verið lagt geysilega mikil fyrirhöfn í að gera upp gömlu húsin. Í þessu liggur mikið fé, þetta er í raun gríðarleg fjárfesting. Það er nokkuð sem varla neinn hefði séð fyrir árið 1978 þegar Grjótaþorpið var hálfgert slömm. Nú er það einstök bæjarprýði og unun að ganga þar um.

Hér er önnur gömul mynd þaðan.

Grettisgatan lítur líka vel út og Njálsgatan, þessi lágreista byggð – eins og niðurníðslan þar var mikil – en eins og stundum hefur verið kvabbað yfir á þessari síðu, það náðist ekki að bjarga Skuggahverfinu nema að litlu leyti undan niðurrifsöflunum.

Útlendingar sem komu til Íslands á þessum tíma hafa reyndar sagt við mig að þeir hafi fundið einhverja dapurlega ljóðrænu í niðurníðslunni – hjá þessari þjóð sem á þeim tíma lifði hér nokkurn veginn ein við sitt.

En þetta var okkar byggingararfur sem þarna lá undir skemmdum, við eigum ekki háreistar dómkirkjur eða hallir – og það tókst að bjarga nokkrum hluta hans. Sem betur fer.

Undanfarið hef ég verið að skoða á netinu ljósmyndir sem Kristinn Guðmundsson tók af gömlum húsum í Reykjavík milli 1975 og 1985, meðal annars á Laugavegi. Niðurníðslan er nánast annarleg. Manni finnst furðulegt að hugsa til þess að maður hafi alist upp í þessu umhverfi og verið samdauna því.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur