fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Seðlabankinn neitar að birta Samherjagögnin – Már segist ekkert hafa á móti því

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. apríl 2019 09:04

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði reyndar ekkert á móti því að öll gögn málsins yrðu gerð opinber. Það verður hins vegar ekki gert nema að fengnu samþykki Samherja og það yrði að stroka yfir upplýsingar sem koma fram um þriðju aðila. Eðli­leg þagn­ar­skylda ger­ir það hins veg­ar að verk­um að það er oft ekki hægt og er þá viðtekið svar að viðkom­andi geti ekki tjáð sig um ein­stök mál. Þetta á einnig við um Seðlabank­ann þegar kem­ur að mál­um ein­stakra aðila varðandi gjald­eyr­is­lög, hvort sem það er eft­ir­lit, und­anþágur eða rann­sókn­ir. Það virðist hins veg­ar að slík til­svör séu síður samþykkt þegar kem­ur að Seðlabank­an­um.“

Svo reit Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, í bréfi sínu til forsætisráðherra í lok febrúar, um upplýsingarnar í Samherjamálinu. Bætti hann við að tilhneiging væri á því að túlka þögn bankans sem vísbendingu um að eitthvað þyldi ekki dagsljósið:

„Seðlabank­inn á því erfiðara með því að draga sig inn í skel og bíða þar til mál skýr­ast. Orðsporsáhætta og nei­kvæð smitáhrif á aðra starf­semi get­ur orðið meiri í til­felli Seðlabank­ans en sér­hæfðari eft­ir­lits­stofn­ana, lög­reglu og sak­sókn­ara.“

Meintir almannahagsmunir

Stundin greinir frá því í dag að ítrekuð neitun hafi borist frá Seðlabankanum vegna fyrirspurnar miðilsins um gögn Samherjamálsins, en Stundin kærði fyrri synjun Seðlabankans til úrskurðarnefndar upplýsingamála í mars mánuði.

Nú hefur Seðlabankinn svarað kærunni hvar ákvæðið um þagnarskyldu er tíundað, þrátt fyrir að Stundin hafi bent á ofangreind orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem taldi ekkert því til fyrirstöðu að opinbera gögnin:

„Röksemdir kæranda hvað þetta varðar geta aldrei talist efnisrök fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Leit hans að sannleikanum og meintir almannahagsmunir geta ekki vikið til hliðar skýrum lagaákvæðum um þagnarskyldu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“