fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Davíð Oddsson: „Þetta fyrirkomulag í loftslagsmálum er svo fáránlegt að það ætti að fá heitið fáránleikar“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. apríl 2019 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari Morgunblaðsins í dag fjallar um fyrirbæri sem kalla má viðskiptahlið mengunarvarna í loftslagsmálum, en það eru losunarheimildir. Líklegt má telja að Davíð Oddsson haldi um penna, en honum hugnast lítt hvernig slíkar losunarheimildir ganga kaupum og sölum á frjálsum markaði:

„Ein af furðulegri birtingarmyndum tilrauna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru svokallaðar losunarheimildir. Fyrirtæki fá losunarkvóta og þeir ganga síðan kaupum og sölum þannig að fyrirtæki, sem menga lítið, geti selt fyrirtækjum, sem menga mikið, losunarheimildir sínar.“

Leiðarahöfundur minnist á að flugfélagið WOW hafi selt losunarheimildir fyrir 400 milljónir króna rétt fyrir gjaldþrotið, en hafi átt heimildir að andvirði milljarðs króna, sem hafi þó verið bundnar við flugrekstrarleyfið og teljist því ekki til eigna í þrotabúinu.

„Þetta mál er þeim mun kyndugra vegna þess að Wow hafði ekkert svigrúm í losunarmálum og hefði þurft að kaupa sér losunarheimildir aftur síðar til að vera réttum megin við strikið.“

Íslenskir kjarnorkukaupendur og aflátsbréf

Davíð segir þetta kerfi ekki ósvipað aflátsbréfunum til forna, þar sem fólk keypti sér afslátt frá hreinsunareldinum og fjármagnaði Vatíkanið í leiðinni:

„Lesendur kannast við losunarheimildaviðskipti af rafmagnsreikningum sínum þar sem fram kemur að þeir séu kaupendur kjarnorku. Ástæðan er sú að íslenskir orkuframleiðendur hafa selt svo kallaðar upprunaábyrgðir úr landi og teljast því ekki bjóða upp á endurnýjanlega orku nema að hluta. Þannig geta syndaselir sveipað sig vistvænum ljóma án þess að leggja nokkuð á sig og mengunarheimildir ganga kaupum og sölum eins og aflátsbréfin forðum. Og Íslendingar gerast kjarnorkuknúnir án þess nokkurn tímann að hafa komið nálægt kjarnorku.“

Útblásturinn sá sami

Davíð bendir á að þrátt fyrir allar þessar fléttur, sé útblásturinn sá sami:

„Næsta skrefið hlýtur að vera að rafbílaeigandinn á sjöttu hæðinni geti selt jeppaeigandanum á fjórðu hæðinni losunarheimildir sínar. Hér hefur orðið til flókinn markaður sem fylgja mikil viðskipti og útheimtir viðamikið skipulag og utanumhald. Hann breytir samt engu og útblásturinn er sá sami og áður þrátt fyrir allar æfingarnar. Oft er blásið til skrýtinna leikja, en þetta fyrirkomulag í loftslagsmálum er svo fáránlegt að það ætti að fá heitið fáránleikar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega