fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Stórskipahöfn í Finnafirði að verða að veruleika – Samningar undirritaðir í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 14:13

Mynd- Guðjón Gamalíelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta stóreykur líkurnar á því. Það er alveg morgunljóst að þegar menn skrifa undir svona samning þá gera þeir það af því að þeir eru búnir að öðlast mikla trú á því að það geti eitthvað gerst í Finnafirði. Svo veit maður náttúrulega aldrei hvað gerist í framtíðinni, en þetta stóreykur líkurnar,“

sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, í samtali við RÚV, aðspurður um hvort undirritunin í dag þýði að stórskipahöfn muni rísa í Finnafirði.

Málið hefur lengi verið í bígerð og hafa efasemdarraddir heyrst frá árinu 2014 að minnsta kosti, samanber frétt Eyjunnar:

Sjá nánar: Efasemdir um höfn við Finnafjörð

Þá hefur verið bent á að ríkasti maður Bretlands og einn stærsti jarðeigandi á Íslandi, Jim Ratcliffe, eigi jarðir sem liggi að Finnafirði, en Ratcliffe á fyrirtæki sem eru ansi stórtæk þegar kemur að olíu- og gasvinnslu, en stórskipahöfnin í Finnafirði er einmitt hugsuð sem aðstaða fyrir vinnslu á olíu og gasi.

Viðræður við erlendan fjárfestingasjóð

Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins bremenports og verkfræðistofunnar Eflu hf. undirrituðu í dag samstarfssamninga um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði.

Við undirritunina var stofnað þróunarfélagið FFPD sem mun vinna að því að afla sérleyfishafa til að hefja starfsemi innan svæðisins. Um er að ræða um 1.300 ha svæði, sem hýst getur margvíslega starfsemi. Við stofnun mun bremenports eiga 66% hlut í félaginu. Aðrir eigendur verða Efla hf. með 26% og sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð saman með 8%. Viðræður eru í gangi um aðkomu erlends fjárfestingarsjóðs að félaginu síðar á árinu.

Markmið félagsins er að vinna að uppbyggingu alþjóðlegrar stórskipahafnar og iðnaðar-og þjónustusvæðis í takt við ákall samtímans um sjálfbærni. Svæðið tengir saman Asíu við austurströnd Bandaríkjanna og Evrópu. Staðsetning hafnarinnar í Finnafirði mun stytta alþjóðlegar sigilingaleiðir verulega og í kjölfarið minnka útblástur í flutningum, samkvæmt tilkynningu.

Þór Steinarsson, sveitastjóri Vopnafjarðar: Þessi undirritun er mikið fagnaðarefni enda verulegur áfangi í að þróa þetta mikilvæga verkefni áfram. Hafnarstarfsemin í Finnafirði mun styrkja stöðu sveitarfélaganna á svæðinu verulega og skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið á öllu Norðausturlandi.

Elías Pétursson, sveitastjóri Langanesbyggðar: Langanesbyggð hefur um langa hríð stefnt að þeim áfanga sem náðist hér í dag. Höfnin mun efla byggðina hér á svæðinu og fjölga tækifærum á Norður- og Austurlandi enda má segja að með höfninni myndist hér ný gátt út í heiminn. Þá skiptir miklu máli að sveitarfélögin eru hluti af eigendahópi hins nýja þróunarfélags og, sem er enn mikilvægara, verða eini eigandi þess fyrirtækis sem eiga mun og reka höfnina og athafnasvæðið. Einnig er vert að taka fram að með þessum áfanga og stofnun fyrirtækja í framhaldinu þá myndast loks alvöru vettvangur til markviss og góðs samtals við landeigendur í Finnafirði.

Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri Viðskiptaþróunar hjá Eflu: Undirbúningur að þessum áfanga hefur staðið lengi yfir enda er stórskipahöfnin í Finnafirði risavaxið verkefni og mun uppbygging hennar standa yfir í áratugi. Við rannsóknir okkar á svæðinu á síðustu árum hefur komið í ljós að aðstæður til uppbyggingar hafnar eru einstakar á landsvísu og þó víðar væri leitað við Norður Atlantshafið. Ég vona að þetta verkefni auki velferð svæðisins í heild og þá einnig landeigenda við Finnafjörð.

Robert Howe, forstjóri bremenports: Staðsetning hafnarinnar í Finnafirði mun breyta alþjóðasiglingum til frambúðar og getur leitt til verulegs umhverfisábáta þar sem þetta mun minnka útblástur. Við leggjum mikið upp úr umhverfismálum og mun höfnin byggjast upp á forsendum greenport aðferðarfræðinarinnar. Við erum virkilega spennt fyrir framhaldinu og ánægð að hafa náð þessum áfanga í dag með undirritun samstarfssamninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“