fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Segir frístundakortin ekki gagnast börnum og vera hugmynd „nýfrjálshyggjunöttara“ eins og Pawels

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frístundakort Reykjavíkurborgar var minnst nýtt í Efra-Breiðholti árið 2018. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður menningar,-íþrótta- og tómstundarráðs, segir við RÚV að meiri fjölbreytni þurfi að vera í boði til að koma til móts við ólíkan menningarbakgrunn íbúa hverfanna í Reykjavík:

„Það virðist vera sem nýtingin sé oft minnst í þeim hverfum þar sem hlutfall fólks af erlendum uppruna er hæst.“

Mesta nýtingin á frístundarkortinu var af drengjum í Grafarvogi, alls 94 prósent, og af stúlkum í vesturbænum, 87 prósent.

Minnst var nýtingin meðal stúlkna og drengja í Fella- og Hólahverfi, líkt og árið á undan, eða 69% hjá drengjum og 66% hjá stúlkum.

„Ég get til dæmis tekið sem dæmi að blak er gríðarlega vinsæl íþrótt í Póllandi. Pólverjar eru heimsmeistarar og krakkar æfa blak ekki síður en fótbolta en það er einungis hægt að æfa blak með tveimur félögum í Reykjavík. Það eru Fylkir og Þróttur. Þannig að ef við ætlum að ná til breiðari hóps þá þurfum við að tryggja að framboðið sé í samræmi við þær íþróttir og tómstundastarf sem fólk vill stunda,“

segir Pawel.

Frístundakort dugi ekki til

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, tjáir sig um frétt RÚV, en hann vill meina að þó svo sjálfsagt sé að skoða þessa tölfræði út frá menningarlegum bakgrunni íbúa, þá þurfi einnig að skoða málið út frá stéttum, en hann segir hugmyndafræðina á bakvið frístundakortið vera nýfrjálshyggjuhugmynd „nöttara“ eins og Pawels, sem þjóni hagsmunum fyrirtækja en ekki barna og betur færi á því að borgin styrkti slíkar tómstundir með beinum hætti:

„Sjálfsagt að skoða þetta út frá menningarlegum bakgrunn en jafn mikilvægt að skoða málin út frá stéttum; það fer saman í hverfum fjöldi innflytjenda og fjöldi fjölskylda sem lifa af lægstu tekjum. Frístundarkortið er nýfrjálshyggjuhugmynd, að breyta því sem áður var samfélagsleg þjónusta yfir í markað. Menntamálaráðherra Trump, Betsy DeVos, stefnir að því að láta svona ávísanakerfi yfirtaka allt skólastarf. Frístundakortið er því ekki stuðningur við fjölskyldur, fátækari fjölskyldur væru betur settar ef borgin styrkti tómstundir, tónlistarskóla, íþróttastarf o.s.frv. beint og ef litið væri á þetta starf sem hluta af uppeldis- og menntunarkerfinu en það væri ekki fært yfir á samkeppnismarkað. Frístundakortið er búið til fyrir fólk sem vill byggja upp fyrirtæki á þessum markaði, ekki fyrir börnin. Þessi niðurstaða, að kortið sé minnst notað í hverfum þar sem líklegra er að fátækar fjölskyldur búa, sýnir að frístundakortið dugar ekki fyrir frístundaiðkun; ekki einu sinni fyrir öllum þátttökugjöldum og svo sendur út af kostnaður vegna búninga, ferða og alls konar. Það er vandamálið við þetta kerfi, miklu fremur en framboðið (sem nýfrjálshyggjunöttarar eins og Pawel trúa að kerfið tryggi einmitt).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“