fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Að meðaltali 33 ökutækjatjón á dag hjá VÍS

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 10:10

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi síðasta árs bárust að meðaltali 33 tilkynningar um ökutækjatjón til VÍS, samtals rúmlega tólf þúsund tjónsatburðir. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þá tölu má gróflega áætlað margfalda með þremur til að fá út heildarfjölda tjóna sem tilkynnt voru til tryggingafélaganna. Febrúarmánuður var tjónaþyngstur og voru 75 tjón sem komu inn þann dag þegar tilkynningar voru flestar.

Rúmlega tveir einstaklingar að meðaltali leituðu sér læknishjálpar í kjölfar tjóna eða í um 5% tilkynninga.

Langflest tjónin urðu þegar bakkað var á eða um 26% en þar eru slys á fólki fátíð. Aftanákeyrslur stóðu fyrir 15% af tjónum en í þeim fær fólk oft erfiða háls- og bakáverka. Um 11% tjóna komu þegar ekið var á annan bíl sem staðsettur var við vegabrún eða í stæði við hana.

í tilkynningu segir:

„Hvort ökutækjatjón verður eða ekki er samspil margra mismunandi þátta. Nær allt gatna- og vegakerfi okkar gæti verið betra en auk þess gætu eftirfarandi fimm atriði hjálpað ökumönnum að fækka tjónum og slysum.

  1. Ökumaður sé með alla athyglina við aksturinn
  2. Ökumaður taki mið af aðstæðum við aksturinn
  3. Ökumaður sjái til þess að nægt bil sé á milli hans bíls og bílsins fyrir framan
  4. Ökumaður leitist við að bakka ávallt í stæði
  5. Ökumaður sé vel úthvíldur

VÍS hvetur ökumenn sérstaklega til að flýta sér hægt nú þegar sól fer hækkandi því samhliða því hefur hraði ökutækja tilhneigingu til að aukast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“